Úrval - 01.09.1942, Side 48
riergögn úr sjávarseltu,
Grem úr „Science News Letter"
eftir Perry Githens.
AllAGNESIUM, olnbogabarnið
■‘■V1meðal málmanna, er allt í
einu orðið einna mikilvægast
þeirra allra vegna styrjaldar-
innar.
Árið 1918 framleiddu Banda-
ríkin aðeins 142 smálestir, en á
þessu ári verður framleiðslan
62,500 smálestir. Jafnframt er
verið að koma upp verksmiðj-
um, sem munu auka framleiðsl-
una upp í 200,000 smálestir á
ári. Enginn annar málmur hefir
aukizt svo gífurlega í notkun á
jafn skömmum tíma. Og þessi
„Öskubuska" meðal málmanna
er hafmeyja að nokkuru leyti
— mikiil hluti magnesíum-fram-
leiðslu Bandaríkjanna er unninn
úr söltum sjó.
Magnesíum á þetta tvennu að
þakka — hvað það er létt og
fljótt til, ef svo má að orði
kveða. Sem duft eða spænir
kviknar eins fljótt í því og benz-
íni, og það brennur með skær-
um, bláhvítum loga, sem vatn
getur ekki slökkt. Ef það er
hins vegar 1 „föstu líki“, þ. e.
sem stengur eða þynnur (sem
er ekki hægt að kveikja í með
logsuðutæki), er það léttasti
málmur heimsins.
I heimsstyrjöld er þörf fyrir
milljónir punda af magnesíum,
sem er notað í blys, flugelda,
íkveikjusprengjur o. s. frv., auk
þess sem það er notað í byssu-
kúlur, til þess að reykurinn, er
af því leggur, geti sýnt skytt-
unni, hvort kúlan hæfi markið
(tracer-bullets).
Enn meira af magnesíum þarf
til flugvélaframleiðslu. Þau 180
pund af magnesíum, sem fara í
flugvélahreyfil, koma í stað 270
punda af aluminíum, er áður var
„meistari í léttvikt" meðal
málmanna. I fjórhreyfla
sprengjuflugvél sparast því 360
pund — sem er jafn þungt og
tveir af áhöfninni, 360 pund af
sprengjum eða innihald benzín-
tunnu.