Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 55
VERÐUR ÚTBROTATAUGAVEIKINNI ÚTRÝMT?
53
ald Cox bóluefni með því að
rækta Rickettsíur í unguðum
hænueggjum. — Dýratilraunir
gáfu góðar vonir og það var
hægt að framleiða bóluefnið í
stórum stíl. Fyrst þurfti samt
að reyna það á mönnum —
með fjöldatilraunum. En hvar?
Og hvernig ? Stríðið sá fyrir því.
Skömmu eftir að innrásin í Pól-
land hófst bárust fréttir vestur
um haf af útbrotataugaveiki í
Póllandi, Ungverjalandi, Búlga-
ríu, Rúmeníu og Spáni. Hérna
var hið ömurlega tækifæri sem
Cox og félagar hans biðu eftir.
Þeir sendu miklar birgðir af
bóluefni sínu til Balkanríkjanna
(og einnig til Finnlands í fyrra
stríði þess við Rússland), svo
að það yrði reynt á vígvöllun-
um. En aðstæður til vísindatil-
rauna á vígvöllum nútímahern-
aðar reyndust allt annað en
góðar. Nákvæmt eftirlit með
tilraununum var útilokað.
Skýrslur týndust. Vísindamenn
vantaði til þess að stjórna at-
hugunum þessum.
Vonsviknir snéru Bandaríkja-
mennirnir sér í aðra átt. Þeir
fóru til litlu Indíánaþorpanna
uppi í Andesf jöllum Bólivíu, sem
eru aðaluppspretta útbrota-
taugaveikinnar í Vesturheimi.
Haustið 1941 fór aðstoðarmað-
ur Cox, dr. Dyer, sem er einn
fróðasti maður heimsins um
Rickettsíusjúkdóma, suður til
La Paz í Bólivíu til þess að
stjórna tilraununum. 1 nokkrum
þorpum bólusetti hann og að-
stoðarmaður hans helming íbú-
anna, samtals þrjú þúsund
manns. Hinn helmingurinn var
skilinn eftir til samanburðar.
Fólk þetta lifir allt við sömu
lífsskilyrði og er í sömu smit-
hættu.
Það felst nokkur kaldhæðni
örlaganna í því, að við getum
ekki fengið góðar fréttir af
starfi þessarra vísindamanna án
þess að slæmar fregnir fylgi. Við
fréttum ekki umárangurinnfyrr
en ný alda þessarrar hroðalegu
veiki skellur yfir Indíánaþorp-
in. Heil byggðarlög í Bólivíu
hafa stundum þurrkast út í slík-
um faröldrum. Þannig mun
heimurinn fá svar, sem telur
muninn milli algjörrar örvænt-
ingar og vonar, ef farsóttin
hrífur ekki með sér Indíánana,
sem bólusettir voru.
Auk þess sem að framan get-
ur, hafa tveir franskir vísinda-
menn Giroud og Duraud, sem
vinna við Pasteur-stofnunina í
Tunis, einnig uppgötvað aðferð