Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 58
56
úrvaij
vírsflækjur og breið jarð-
sprengjubelti. Belgar höfðu fulla
ástæðu til að treysta þessu ram-
gera virkjabelti.
En Þjóðverjar höfðu um
langt skeið unnið að þjálfun
nýrrar tegundar árásarsveita,
búnum þungum fallbyssum,
hinna svonefndu „Stiirmbataill-
ionen Böhm“. Þeir voru gagn-
kunnugir gerð Eben Emael virk-
isins og líklega hafa þeir byggt
nákvæma eftirlíkingu af því til
að æfa þessar árásarsveitir.
í dögun, hinn 10. maí 1940,
geistust Þjóðverjar fyrirvara-
laust yfir landamæri Belgíu og
Hollands. Endalausar raðir af
skriðdrekum brunuðu fram eftir
bugðóttum vegum Luxemburg í
áttina til Sedan. Fallhlífaher-
menn svifu niður yfir Rotter-
dam. Fótgönguliðssveitir fylltu
þjóðvegina. Flugvélar myrkv-
uðu himininn. Alls staðar birt-
ist ægivald hinnar þýzku sókn-
ar. —
Ein vélbúin herdeild — ein
lítil steinvala í þessari óstöðv-
andi skriðu — sótti fram eftir
veginum, sem lá að mótum AI-
bertsskurðsins og árinnar Meuse
— að baki Eben Emael. Þetta
var sveit þýzkra verkfræðinga,
ásamt einni fótgönguhðssveit,
stórskotaliðssveit, loftvama-
sveit og sveit efnafræðinga.
Þessi sundurleita herdeild var
í raun og veru fullkomlega sam-
stillt og þaulæfð árásarsveit. í
fyrsta lagi voru verkfræðing-
arnir — þaulæfðir í meðferð og
notkun hins ægilega sprengi-
efnis ,,trinitrotoluene“, TNT
eins og það er venjulega kallað.
1 öðru lagi fótgönguliðssveitin
— reiðubúin til að sækja fram
og halda unnum stöðvum. I
þriðja lagi stórskotaliðs- og
loftvarnasveitirnar — búnar
þyngstu fallbyssum og skipaðar
þaulæfðum loftvarnaskyttum.
Og að lokum efnafræðingarnir
■— búnir eldvörpum og efnum
til reykskýjamyndunar.
Að kvöldi sama dags var
þessi herdeild komin að rótum
hásléttunnar. — Allan daginn
höfðu steypiflugvélar haldið
uppi látlausum árásum á virkið.
Um hádegi varpaði sveit her-
flutningaflugvéla niður um 50
fallhlífahermönnum, sem leit-
uðu sér skjóls í sprengjugígjum,
og komu á loftskeytasambandi
við herdeildina.
Enginn efi er á, að varnar-
liðinu hefir ekki litizt á blikinu
þetta kvöld, en engan veginn
mun það þó hafa verið vonlaust