Úrval - 01.09.1942, Síða 60
58
ÚRVAL
lagði auk þess allar jarðsprengj-
ur á næstu grösum.
Skothríðin á báða bóga var
eins tíð og hleðslan á byssunum
leyfði. Öðru hvoru kváðu við
hærri skothvellir, sem gáfu til
kynna, að einhver verkfræðing-
anna hefði sprungið í loft upp
ásamt öllum skotfærabirgðum
sínum. En sóknin hélt áfram
jafnt og þétt. Og loksins kom-
ust þeir verkfræðinganna, sem
enn voru lífs, í fremstu virkin.
Þar voru þeir tiltölulega örugg-
ir. Þeir voru nú komnir svo
nærri virkinu, að þeir voru að
mestu úr skotmarki. Það var
ekki hægt að beina byssunum
svo mikið niður á við.
Og nú hófst meginþáttur
áhlaupsins. Allt, sem á undan
var gengið, var aðeins undir-
búningur. Eldkastararnir köst-
uðu eldvörpum sínum að skot-
raufunum. Verkfræðingarnir
kveiktu í TNT-hylkjunum og
vörpuðu þeim að byssustæðum,
dyrum, skotturnum, samskeyt-
um og yfirleitt öllum viðkvæm-
ustu stöðum virkisins. Þar, sem
því varð við komið, lögðu þeir
hylkin á fyrirhugaðan stað,
kveiktu í þræðinum og leituðu
síðan skjóls á bak við horn eða
í sprengjugíg. Öðrum kveiktu:
þeir í og fleygðu þeim síðan eins
og handsprengjum að byssu-
stæðunum.
Orustan, sem þarna var háð,.
mun vera einstæð í hernaðar-
sögunni. Eldurinn, reykurinn,
sprengingarnar og skothríðin —
allt var þetta eins og í vellandi
víti. Eftir fáar mínútur voru
áhrifin af TNT-sprengiefninu
farin að gera vart við sig. Skot-
turnarnir hrundu og æ fleiri fall-
byssur þögnuðu. Eftir því sem
varnarmáttur Belgíumanna
þvarr, hertu verkfræðingarnir
sóknina.
Það var augljóst, hvert
stefndi. Sóknin var of áköf, of
markviss. Þegar nokkur virki
höfðu verið gerð óvirk, sá yfir-
foringi varnarhðsins, að frekarí
mótspyrna var gagnslaus. Þetta
mikla virki, sem átti að geta
varist óvígum her, hafði fallið
fyrir hópi manna, sem ekki voru
vopnaðir fallbyssum, heldur sjö
punda TNT-hylkjum. Að áliðn-
um degi 11. maí gafst virkið
upp. Það var ekkert nýtt leyni-
vopn, sem hafði valdið falli þess
— heldur ný og óvænt beiting
gamals vopns.