Úrval - 01.09.1942, Síða 64
62
■Geval
verður hún einnig að þola ákafa
gagnrýni sjálfra Svisslendinga,
en henn er einkum beint að
,,Bundeshaus“ í Bern, sem er
forsetahöll Sviss. Höfuðborgin
Bern var einu sinni aðeins eitt
af 22 fylkjum Sviss. En síðan
stríðið brauzt út hafa margar
býsna einræðiskenndar tilskip-
anir borizt þaðan. Ástæðan er
augljós: Það eru Þjóðverjar á
bak við hverjar dyr í Bundes-
haus, og margar ákvarðanir
verður að taka í svo miklu
skyndi, að svo virðist, sem ein-
ræði ríki þar. Stjórnin má ekki
kvarta upphátt undan erfiðleik-
um sínum, hún má ekki gefa
neinar opinberar skýringar á
gerðum sínum. Hún verður að
þola vaxandi óvinsældir sínar
til þess að viðhalda friðinum. Og
þjóðin veit einungis, að hún
fellst ekki á hin nýju lög, fyrir-
skipanir og höft. Það er and-
stætt eðli hennar og venjum.
Þýzka sendisveitin í Bern hef-
ir í þjónustu sinni um níu hundr-
uð manns. Þar er einnig fjöldi
stúdenta, sem stunda nám við
svissneska háskóla. Þeir hafa
sinn félagsskap — nokkurs kon-
ar þýzkt ,,Bund“ — og það er
ekkert leyndarmál, að ætlazt er
til þess, að þeir útbreiði nazisma
á meðal hinna trúlausu. En ein-
kennisbúnir nazistar sjást þar
sjaldan.
Löggjafarþingið er ekki
ósvipað löggjafarþingi Banda-
ríkjanna. I efri deild eru tveir
fulltrúar frá hverju hinna 22
fylkja, neðri deild er skipuð 250
fulltrúum, sem kjörnir eru með
almennum kosningum. Forseti
svissneska ríkjasambandsins er
kjörinn til eins árs í senn úr
hópi hinna sjö ráðherra, sem
eru kosnir til fjögurra ára. Nú
í dag verður þetta sambands-
kerfi fyrir stöðugum árásum
fasista á aðra hönd og íbúa
landsins á hina, sem vilja láta
sameina það í eina heild. En það
eru ekki miklar líkur til þess
að þjóðin aðhyllist skoðanir
fasista, nema þeim verði þröngv-
að upp á hana með vopnavaldi.
Skoðun Svisslendinga á grund-
vallarreglum lýðræðisins er
róttækari en meðal flestra engil-
saxneskra lýðræðisþjóða. Það
kemur ekki ósjaldan fyrir, að
lög, sem eru borin undir þjóðar-
atkvæðagreiðslu og hafa stuðn-
ing allra stjórnmálaflokka og
blaða, séu felld.
En Svisslendingar eru raun-
sæismenn, og jafnvel lýðræðis-
hugsjónin verður að þoka, ef svo