Úrval - 01.09.1942, Side 68
Hnefafylli af kolum næg'ir til að lýsa og hita upp
New York f heilan mánuð.
Til hvers eru frumeindir klofnar?
Grein úr „Magazine Digest“
eftir Dyson Carter.
r
T Kaliforníu eru verkfræðingar
4 um þessar mundir að ljúka
smíði geysistórrar vélar. Þetta
mikla bákn, ein stærsta vél, er
smíðuð hefir verið, gnæfir hærra
en tíu hæða hús. Einn hluti
hennar er segull, er vegur 7VÍ>
millj. ensk pund, og annað er
jafn stórkostlegt.
Það er ekki auðvelt að
ímynda sér, til hvers þessi stór-
fenglegi útbúnaður muni ætlað-
ur. Tilgangurinn er að kljúfa
frumeindir. Nú eru frumeindir
svo smáar, að ef 10 millj. þeirra
væri raðað hverri ofan á aðra,
myndi súlan verða ámóta há og
títluprjónshöfuð. Hugsið ykkur
að telja þvílík ósköp — og síð-
an að byggja tíu hæða vél til
þess að kljúfa títluprjónshaus-
inn!
Flestum mun áreiðanlega
þykja nóg um. Eftirtektarverð-
ast er, að vísindamenn skuli
hafa slíkan áhuga á að ná tang-
arhaldi á frumeindum og kljúfa
þær. En frumeindir eru svo ör-
smáar, að þær eru með öllu
ósýnilegar mannlegum augum.
Þetta má skýra á tvo vegu.
Aðra skýringuna höfum við frá
Einstein —- en hún er full af
orðum eins og: positron, elec-
tron-volts, ljósár . . . nei, slepp-
um því!
Hin skýringin er við allra
hæfi, en opnar okkur þó dular-
fyllri heim en nokkur stjörnu-
kíkir. Ef þið efist, skulu þið
ferðbúa ímyndunaraflið hið
bráðasta og koma með mér í
könnunarferð. Við ætlum að
skreppa til sólarinnar. Stjörnu-
fræðina hirðum við ekki um, því
að þetta er eingöngu ævintýra-
ferðalag.
Sem betur fer, förum við í
ferð þessa aðeins í anda — vær-
um við í gervi líkamans, mynd-
um við á augabragði brenna upp
til agna og hverfa sem reyk-
ský, af þeirri einföldu ástæðu,
að á sólinni er 36 millj. stiga