Úrval - 01.09.1942, Síða 69
TIL HVERS ERU FRUMEINDIR KLOFNAR ?
67
hiti á Fahrenheit-mæli. Það er
drjúgum heitara, en á gamla
staðnum, sem eftirlætisprestur-
inn hennar ömmu varaði okkur
mest við að lenda á.
En þó að þarna sé eins og í
víti í okkar augum, þá er það
paradís frumeindanna, einkum
kolefniseinda. Þær þjóta rakleitt
inn í blossandi eldhafið, steypa
sér í þessa logandi loftlaug, og
hef ja hringiðu-sund sitt, er þær
þreyta síðan með ofsahraða.
Hvernig lízt ykkur á blikuna?
Nú komum við að því, sem er
mergurinn málsins. Þegar frum-
eindirnar taka að iðka ,,sundið“
af kappi, bregður allt í einu svo
við, að þær verða eins og upp-
numdar — hverfa gersamlega,
en eftir verður aðeins orka. En
á næsta. augnabliki hefir sólar-
hitinn stigið í hámark — á
kostnað frumeindanna, er horf-
ið hafa.
Það er hægt að fá góða hug-
mynd um, á hvern hátt þetta á
sér stað, með því að athuga
hvernig venjulegur hvirfilbylur
hagar sér. Hann byrjar sem
hægur vindur, en gerizt ákafari,
unz hann nær æðisgengnum
ofsa. Standi einhver í vegi fyrir
slíkum hvirfilbyl, fær hann
áreiðanlega aðra skoðun á
stormum en áður. I staðinn fyrir
að vera loftstraumur, er hvirfil-
byiur hringiða krafts eða orku,
líkt og steypiflaumur Niagara-
fossanna.
Hvað var það, sem breyting-
unni olli ? Aðeins hraði — hreyf-
ing og hraði.
Flugmenn þekkja vel þetta
fyrirbrigði. Eitt sinn kom það
fyrir, að smáönd, er var á flugi
í náttmyrkri, rakst beint á stóra
farþegaflugvél. Hinn geysimikli,
sameinaði hraði fuglsins og vél-
arinnar varð þess valdandi, að
öndin blátt áfram þeyttist gegn-
um vindhlífina, klefahurðina og
alla leið inn í farþegarúmið.
Hraðinn breytti öndinni þannig
í orkuþrungið skeyti, er nærri
hafði tortímt flugvélinni.
Það virðist dálítið hjákát-
legt, að bera saman frum-
eindir í sólinni við hvirfilbylji
og endur. En meginreglan er sú
sama. Ofsahiti sólarinnar fær
frumeindirnar til að hringsnú-
ast eins og í hvirfilvindi, unz
hraðinn er orðinn svo mikill, að
þær breytast í einskonar orku-
knetti.
Þegar svo er komið, getur allt
hent. Á þessu ári gaf hinn
þekkti prófessor dr. H. A. Bethe
frá Cornell, mjög merkilega lýs-