Úrval - 01.09.1942, Side 73
Allir Bandamenn virðast sammála
um það, að hefja þurfi sókn
— en hvar, hvernig og hvenær?
Hvar á að hefja sóknina?
Grein úr „Harper’s Magazine“
eftir M. Wheeler-Nicholson majór.
D ANDAMENN eru að tapa
stríðinu. Stríð eru unnin
með því að sigra í orustum, og
orustur eru unnar með því að
verða fyrri til með fleiri menn
og vopn — þ. e. með því að
vera í sókn. Þannig hafa stríð
alltaf verið unnin og á þenna
hátt hafa möndulveldin sigrað
til þessa.
Orustur tapast, þegar menn
láta koma sér á óvart, hafa ekki
nægilegan mannafla eða vopn á
réttum stað á réttum tíma. Þessi
galli loðir alltaf við varnarbar-
áttu. Á þann hátt hafa allar
styrjaldir tapazt og þannig hafa
Bandamenn tapað fram að
þessu.
Almenningi í löndum Banda-
manna er skýrt frá því, að
fjandmennirnir eigi ekki von á
góðu, þegar búið sé að bæta úr
vopnaskortinu, sem hafi orsak-
að fyrri ósigra. En það má ekki
dragast lengi, því að með hverj-
um ósigri færast Bandamenn
nær lokaósigrinum.
Leiðtogar möndulveldanna
hafa sýnt það með öllum sínum
gerðum, að þeir haga sér sam-
kvæmt einföldustu hernaðar-
reglum, en andstæðingarnir hafa
þverbrotið þær hvað eftir annað
og þó mest höfuðregluna —
sóknarregluna.
Almenningur í löndum banda-.
manna gerir háværar kröfur um
sókn. Hvernig, hvenær og hvar
á hún að fara fram? Það verður
að ákveða samkvæmt þrem
öðrum hernaðarreglum — regl-
unum um aðalmarkmiðið, ein-
beitingu og sparnað kraftanna.
Sé þessum meginreglum
fylgt mun það skipta styrjöld-
inni í hluta eftir mikilvægi víg-
stöðvanna. Til þeirra, sem ekki
teldust mikilvægar, yrði aðeins
sent nægilegt lið til að halda
jafnvægi þar, en kröftunum yrði