Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 76
tJRVAL
74
tækifæri til að taka höndum
-saman við Japani. Tap þessara
Janda mundi því slíta samband-
ið milli bandamanna og sameina
möndulveldin.
En lánist hins vegar að halda
þessum löndum, þá geta þau
•orðið stökkbretti fyrir lokasókn-
ina á hendur Þjóðverjum. Hún
yrði þá gerð eftir hinni alda-
gömlu innrásarleið í Evrópu
—- frá Saloniki, upp Vardardal-
inn, eftir ungversku sléttunum
til Suður-Þýzkalands, en á leið-
inni mundi ógrynni liðs Grikkja,
Jugoslava, Tékka og Pólverja
hætast í heri bandamanna. Með
’þessu móti yrði komizt á snið
við Italíu og aðgangur Þjóð-
verja að rúmensku olíunni lok-
aður. Jafnframt mundi þetta
binda enda á öll áform um að
gera árás á Ameríku frá Vestur-
Afríku Frakka.
Bandaríkin verða að senda
'næga aðstoð til þessara landa,
til að koma í veg fyrir það, að
möndulveldin geti tekið hönd-
nm saman. Þó má ekki senda
meira en brýn nauðsyn krefur,
því að það yrði til að dreifa
kröftunum og væri brot á meg-
inreglunni, sem um það fjallar.
Með því að minnka hjálpina
til Bretlands niður í lágmark,
yrði miklu starfi létt af flota
Bandaríkjanna, svo að megnið
af Atlantshafsflotanum gæti
farið til Kyrrahafsins. Að vísu
getur stafað hætta af skothríð
kafbáta á borgir á Atlantshafs-
ströndinni. Herskip Suður-Ame-
ríkuríkja ættu að taka þátt í
vörnum þar, en þau eru samtals
5 ágæt orustuskip, 3 nýtízku
beitiskip, 24 tundurspillar, 14
kafbátar og margir fallbyssu-
bátar og eftirlitsskip.
Varnir gegn loftárásum frá
Evrópu eða Afríku eru mjög af
skornum skammti og til að
bægja þessari hættu frá, yrði
að hefja loftsókn gegn bæki-
stöðvum þeim, sem árásarflug-
vélarnar færu frá, og eyðileggja
þær. En Bandaríkin hafa ófull-
nægjandi bækistöðvar til slíkr-
ar sóknar, því að flestar þeirra,
að íslandi og Grænlandi undan-
skildu, eru ætlaðar herskipum
fremur en flugvélum. Öruggar
varnir gegn loftárásum á Ame-
ríku verða ekki til, nema komið
sé upp sóknarbækistöðvum á
Azoreyjum, Madeira og Kap
Verdeeyjum.
Það ætti að hætta dreifingu
láns og leigulagavarnings um
allar jarðir, þ. á m. til S.-Ame-
ríku. Það á að senda allt, sem