Úrval - 01.09.1942, Síða 80
TUNGLIÐ ER HORFIf)
EGAR klukkuna vantaði 15
mínútur í ellefu var allt
komið í kring. Það var búið að
taka borgina, verjendurnir sigr-
aðir, og bardögum hætt. Innrás-
in hafði verið undirbúin með
jafn mikilli umhyggju og í hin
stærri ríki. Þennan sunnudags-
morgun hafði varnarlið borgar-
innar, tólf hermenn, verið ann-
ars staðar. Vinsæll smákaup-
maður, Correll að nafni, hafði
gefið verðlaun, sem keppa átti
um í skotkeppni, er fram átti að
fara í fjalllendi tíu kílómetra
frá borginni. I varnarliðinu voru
hávaxnir menn og frjálsmann-
legir. Þeir heyrðu í flugvélun-
um og sáu tilsýndar, hvar fall-
hlífarhermennirnir liðu niður,
og flýttu sér allt hvað af tók
til borgarinnar. Þegar þeir
komu á vettvang, hafði innrás-
arherinn lokað veginum með vél-
byssum. Frjálsmannlegu varn-
arliðarnir, sem höfðu litla
reynslu í hernaði og enga í ósig-
um, tóku að skjóta af byssum
sínum. Eftir augnabliksskrölt í
vélbyssunum féllu sex hermenn
steindauðir til jarðar og þrír
hálf dauðir, en þrír flýðu til
f jalla með byssur sínar.
Klukkan hálf ellefu spilaðí
hornaflokkur innrásarhersins á
torginu, fögur og angurvær lög,
en borgarbúar horfðu á með
hálfopinn munn og störðu á grá-
hjálmana, sem héldu á litlum
handvélbyssum.
Þegar klukkuna vantaði
tuttugu og tvær mínútur í
ellefu, var búið að grafa hina
sex dauðu, brjóta saman fall-
hlífarnar, og hýsa herfylkið í
vörugeymslu Corrells við höfn-
ina, en þar var áður búið að
koma fyrir hengirúmum og
teppum handa því.
Þegar klukkuna vantaði
fimmtán mínútur í ellefu fékk
Orden borgarstjóri tilkynningu
um, að hann ætti að taka á móti
Lanser ofursta, foringja inn-
rásarhersins, sem kæmi í heim-
sókn á mínútunni ellefu í fimm-
herbergja höll borgarstjórans.
Dagstofa hallarinnar var
smekkleg og þægileg. Gylltir
stólar, með slitnu áklæði, voru