Úrval - 01.09.1942, Side 81
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
hér og þar í stofunni, eins og
of margir þjónar, sem ekkert
hafa fyrir stafni. Á arinhillunni
var postulínsklukka ein mikil
með englamyndum, en beggja
megin við hana voru stór ker.
Á veggjunum voru málverk,
þar sem mest bar á hinu furðu-
legasta hugrekki stórra hunda
andspænis hræddum börnum.
Hvorki vatn né eldur né jarð-
skjálfti geta valdið eins mikl-
um ótta hjá börnum og stór
hundur.
Winter læknir sat hjá arnin-
um. Hann var með skegg, lát-
laus og góðlegur; hvorttveggja
í senn, sagnfræðingur og lækn-
ir borgarinnar. Hann horfði á
Jósep, þjón borgarstjórans, sem
gekk um og athugaði, hvort
gylltu stólarnir hefðu færzt úr
stað síðan hann kom þeim fyrir.
„Klukkan ellefu?“ spurði
Winter læknir. ,,Þá verða þeir
komnir hingað. Þetta eru stund-
vísir menn, Jósep.“
Og Jósep sagði, án þess að
hafa hlustað: ,,Já, herra.“
„Stundvísir og vélrænir.“
„Já, herra.“
„Hvað er borgarstjórinn að
gera, Jósep?“
„Hafa fataskipti áður en
ofurstinn kemur.“
7£«
„Og þér hjálpið honum ekki?'
Það er hætt við, að honum far-
ist það klaufalega hjálparlaust.“
„Frúin er að hjálpa honum..
Frúnni er annt um, að hann líti
vel út.“
Maður með síðan hjálm á.
höfði leit inn um gluggahurð-
ina, sem snéri að ganginum og
það var barið að dyrum. Það var
eins og herbergið missti nokkuð
af hlýju og birtu, og einhver
ömurleiki kæmi í staðinn.
Winter læknir horfði á klukk-
una og sagði: „Þeir koma
snemma. Hleypið þeim inn,
Jósep.“
Jósep gekk að dyrunum og
opnaði hurðina. Hermaður kom
inn, klæddur síðum frakka og
með handvélbyssu. Hann litað-
ist snöggt um og vék því næst
til hliðar. Liðsforingi stóð í dyr-
unum fyrir aftan hann. Hann
horfði á Winter lækni og sagði:
„Eruð þér Orden borgarstjóri?“
Winter læknir brosti. „Nei,
nei. Ég er ekki borgarstjórinn.“
„Eruð þér þá skrifstofu-
maður ?“
„Nei, ég er bæjarlæknirinn og
vinur borgarstjórans."
„Hvar er Orden borgar-
stjóri?“
„Hann er að hafa fataskipti