Úrval - 01.09.1942, Page 82
80
ÚRVAL
áður en hann hittir yður. Eruð
þér ekki ofurstinn?"
„Nei, ég er Bentick kapteinn."
Hann hneigði sig og Winter
læknir endurgalt með lítilli
hneigingu. „Herreglur vorar
segja svo fyrir að leitað sé að
vopnum áður en fyrirliðinn fer
inn í herbergi. Það er ekki ætl-
unin að móðga neinn, herra.“
Svo hrópaði hann um öxl sér:
„Liðþjálfi!"
Liðþjálfinn flýtti sér til Jó-
seps, strauk höndunum um vasa
hans og sagði: „Ekkert.“
Bentick kapteinn sagði við
Winter lækni: ,,Ég vona, að þér
afsakið.“ Og liðþjálfinn gekk að
Winter lækni og þreifaði á vös-
um hans. Hann nam staðar við
innri jakkavasann. Hann stakk
hendinni örskjótt í vasann og
dró upp lítið og þunnt leður-
hylki og fékk Bentick kapteini
það. Bentick kapteinn opnaði
hylkið. I því voru aðeins nokk-
ur einföld skurðlæknistæki.
Hann lokaði aftur hylkinu og
fékk Winter lækni það.
Winter læknir sagði: „Eins
og þér sjáið er ég enginn spítala-
læknir. Einu sinni varð ég að
taka botnlanga úr manni með
eldhúshníf. Ég hefi alltaf haft
J)etta með mér síðan.“
Bentick kapteinn sagði: „Hér
er eitthvað af skotvopnum ?“
Hann opnaði litla leðurbók, sem
hann var með í vasanum.
Winter læknir sagði: „Þér
eruð nákvæmur."
„Já, fulltrúi okkar á staðn-
um hefir undirbúið komu okk-
ar.“
Winter læknir: „Þér viljið
náttúrlega ekki segja, hver sá
maður er?“
Bentick sagði: „Hann hefir
lokið verki sínu. Ég sé ekki, að
það saki neitt, að ég segi það.
Hann heitir Correll."
Winter læknir sagði undr-
andi: „George Correll? Það er
ómögulegt! Hann hefir gert
ýmislegt fyrir okkur borgarbúa.
Hann gaf meira að segja skot-
verðlaun til þess að keppa um
úti í hæðunum í morgun.“ Og
um leið og hann sagði þetta,
lukust augu hans upp fyrir því,
hvað skeð hafði, og hann sagði
með hálflokuðum munni: „Nú
skil ég; það var þess vegna, sem
hann gaf skotverðlaunin. Já, nú
skil ég. En George Corell — það
var ótrúlegt!"
Hurðin til vinstri opnaðist og
Orden borgarstjóri kom inn í
einkennisbúningi sínum og með
borgarstjórakeðjuna um háls-