Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
væri á því. ,,Það vildi ég, að ég
vissi, hve margir liðsforingjar
koma,“ sagði hún. ,,Ég veit ekki,
hvort ég á að bjóða þeim te eða
vín.“
Winter læknir hrissti höfuðið
og brosti: „Ég veit ekki, hvort
er réttara.“
Orden borgarstjóri sagði: ,,Ég
vil ekki drekka vín með þeim.“
Frúin skaut málinu til lækn-
isins. „Sýndu menn ekki í gamla
daga hver öðrum virðingar-
merki með því að skála í víni?
Er ekki rétt að halda við góðum
siðum?“
Borgarstjórinn horfði augna-
blik á hana, einbeittur á svip-
inn og sagði hvasslega: „Kona,
ég held, ef þér er sama, að við
höfum ekkert vín. Sex borgar-
búar voru myrtir í morgun. Ég
held við höfum enga veiði-
veizlu.“
Hann sneri sér að lækninum.
„Læknir, veiztu, hvað innrásar-
herinn er stór?“
„Þeir eru ekki margir,“ sagði
læknirinn. „Ég hugsa, að þeir
séu ekki fleiri en 250; en þeir
eru allir með þessar litlu vél-
byssur.“
„En hvað er að frétta annars
staðar að af landinu?"
Læknirinn yppti öxlum.
„Var nokkurs staðar um mót-
stöðu að ræða?“ hélt borgar-
stjórinn áfram vonleysislega.
Læknirinn yppti aftur öxlum.
„Ég veit það ekki. Síminn hefir
verið klipptur sundur eða tek-
inn. Það fást engar fréttir.“
Orden borgarstjóri hneppti
frá sér jakkanum og tók upp
úrið og leit á það; setti það síð-
an í vasann og hneppti aftur,
einu hnappagati of hátt. Frúin
gekk til hans og hneppti rétt.
Winter læknir spurði: „Hvað
er klukkan?"
„Vantar fimm mínútur í
ellefu.“
„Stundvísir menn,“ sagði
læknirinn. „Þeir koma á mín-
útunni. Viljið þið heldur, að ég
fari?“
Orden borgarstjóri leit upp
óttasleginn. „Fari? Nei — nei,
vertu kyrr.“ Hann hló blíðlega.
„Ég er dálítið smeykur,“ sagði
hann í afsökunarrómi. „Kann-
ske ekki smeykur, en ég er
kvíðafullur." Og hann bætti við
vandræðalega: „Við höfum
aldrei verið sigraðir; í langan
tíma —.“ Hann hætti og hlust-
aði. f f jarlægð heyrðist horna-
blástur, göngulag.
Það var barið að dyrum og
Jósep fór og opnaði. Grá vera,