Úrval - 01.09.1942, Page 86
84
ÚRVAL
sagði hann. „George, þetta er
ekki satt! Þú hefir setið við
borð mitt. Þú lagðir á ráðin
með mér um byggingu spítalans.
Þetta getur ekki verið satt!“
Hann horfði stöðugt á Corr-
ell og Correll starði þr jóskulega
á móti. Það var löng þögn.
Borgarstjórinn varð harður á
svip og hátíðlegur. Hann sneri
sér að Lanser ofursta, og sagði:
,,Ég neita að eiga nokkrar sam-
ræður í návist þessa manns.“
Correll sagði: ,,Ég hefi rétt
til þess að vera hér! Ég er her-
maður eins og hinir, þó að ég
sé ekki í einkennisbúningi.“
Borgarstjórinn endutók: ,,Ég
neita að eiga nokkrar samræður
í návist þessa manns.“
Lanser ofursti sagði: „Viljið
þér fara núna, herra Correll ?“
Og Correll sagði: „Ég hefi
rétt til að vera hér!“
Lanser endurtók hvasslega:
„Viljið þér fara núna, herra
Correll? Hlýðið þér ekki skip-
unum mínum?“
Correll leit reiðilega á borgar-
stjórann og gekk síðan hratt
út. Winter læknir hló lágt.
Annie, matreiðslukona borg-
arstjórans, strýhærð og rauð-
eygð, rak andlitið inn úr gætt-
inni, reiðileg á svipinn: „Frú!
Það eru hermenn við bakdyra-
hurðina,“ sagði hún. „Þeir
standa þarna.“
„Þeir koma ekki inn,“ sagðí
Lanser ofursti. „Þetta er bara
samkvæmt herreglunum.“
Frúin sagði kuldalega: „Ann-
ie, ef þér hafið eitthvað að
segja, þá látið Jósep flytja skila-
boðin.“
,,Ég vissi ekki, nema þeir
myndu reyna að komast inn,“
sagði Annie. „Þeir fundu kaffi-
lyktina.“
„Annie!“
„Já, frú,“ og hún fór út.
Ofurstinn sagði: „Má ég fá
mér sæti?“ „Við höfum lengi
verið svefnlausir,“ bætti hann
við til skýringar.
Það var eins og borgarstjór-
inn sjálfur vaknaði af svefni.
„Já,“ sagði hann. „Auðvitað!
Fáið yður sæti!“
Ofurstinn leit á frúna og hún
settist og hann lét fallast
þreytulega niður á stól. Orden
borgarstjóri stóð og það var
eins og hann dreymdi enn.
Ofurstinn tók til máls: „Við
viljum starfa hér eins árekstra-
laust og okkur er unnt. Það er
í raun og veru um verzlunarmál
að ræða frekar en nokkuð ann-
að. Við þurfum að hagnýta