Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 90
88
tJRVAL
Lanser sagði: „Ég hefði get-
að látið skjóta hana eða setja
hana í fangelsi.“
„Þá hefðum við enga mat-
reiðslukonu,“ sagði Orden.
Frúin sagði: „Afsakið herra,
ég ætla að fara fram og vita,
hvort hermennirnir hafa meitt
Annie.“ Hún fór.
Lanser stóð nú á fætur. ,,Ég
sagði yður, herra borgarstjóri,
að ég væri mjög þreyttur. Ég
þarf að sofna. Það er bezt fyrir
alla aðila, að samvinna verði
milli okkar. Viljið þér það
ekki?“ Orden borgarstjóri svar-
aði ekki, en ofurstinn endurtók:
„Það er bezt fyrir alla. Viljið
þér það?“
Orden sagði: „Ég veit það
ekki. Fólkið er rugiað og ég er
það líka. Þegar borgarbúar hafa
ákveðið, hvað gera skal, mun
'ég sennilega framkvæma það.“
„En þér hafið völdin.“
Orden brosti. „Þér trúið því
ef til vill ekki, en sannleikurinn
er sá, að völdin eru í höndum
borgarbúanna. Ég veit ekki, á
hvaða hátt eða hvernig, en það
■er nú svona.“
Lanser sagði þreytulega: „Ég
vona, að við getum treyst yður.
Mér er óljúft að hugsa til þess,
að beita verði hernaðarvaldi.“
Orden borgarstjóri þagði.
„Ég vona, að við getum treyst
yður,“ endurtók Lanser.
Frúin kom inn úr dyrunum.
„Annie er hamstola,“ sagði hún.
„Hún er í næsta húsi, að tala
við Kristínu. Og Kristín er líka
reið.“
„Kristín er jafnvel enn betri
matreiðslukona en Annie,“ sagði
borgarstjórinn.
í ANSER ofursti settist að
með herforingjaráð sitt
uppi á lofti í hinni litlu höll
borgarstjórans. Þar voru fimm
foringjar með ofurstanum. •—
Haunter majór var verkfræð-
ingur og lítill maður vexti.
Bentick kapteinn var heimilis-
rækinn, elskaði hunda, blóm og
börn og hlakkaði til jólanna.
Hann var gamall af kapteini
að vera, en það var sökum
undarlegrar vöntunar á met-
orðagirnd. Aftur á móti var
Loftur höfusmaður næstum of
ungur. Hann var höfuðsmaður
fram í fingurgóma. Hann var
með lífi og sál í starfi sínu.
Hann var alltaf hermaður.
Metnaðargirnd hans hafði lyft
honum stig af stigi og hershöfð-
ingjarnir óttuðust hann vegna
þess að hann vissi meira um her-