Úrval - 01.09.1942, Page 92
ÚRVAL
'50
Lanser. „Fyrirskipanir um allt
slíkt munu koma að heiman.
Langar yður að komast heim
fyrir jól?“
„Já, mig langar til þess.“
„Ef til vill komist þér það,“
sagði Lanser, „ef til vill.“
Tonder liðsforingi sagði:
„Ekki sleppum við tökum á
þessum stað, þegar ófriðnum er
lokið, herra, haldið þér það?“
„Ég veit það ekki,“ sagði
ofurstinn. „Því spyrjið þér um
það?“
„Þetta er fallegt land og hér
er snoturt fólk. Okkar menn —
sumir þeirra —■ mundu ef til vill
setjast hér að.“
Lanser sagði í gamni: „Þér
hafið kannske séð stað, sem
yður lízt vel á?“
„Já,“ sagði Tonder. „Það eru
mörg fögur býli hérna. Ef f jór-
um eða fimm þeirra væri slengt
saman, þá held ég að gaman
yrði að setjast þar að.“
„Þér hafið ekkert land núna,
eða hvað?“
„Nei, herra, ekki núna. Geng-
ishrunið sá fyrir því.“
Lanser var nú orðinn þreytt-
ur á þessu barnahjali. Hann
sagði: „Hvað um það, enn
stöndum við í stríði. Við þurf-
um að ná kolunum. Haldið þið
ekki að hægt sé að bíða með
þessar bollaleggingar, þangað
til stríðinu er lokið?“ Fram-
koma hans breyttist. Hann
sagði: „Hunter, stálið kemur á
morgun. Brautin ætti að verða
tilbúin í þessari viku.“
Það var barið að dyrum og
varðmaður rak inn höfuðið.
„Correll óskar að tala við
yður, herra.“
„Látið hann koma inn,“ sagði
ofurstinn. Og hann sagði við
hina: „Það er maðurinn, sem
undirbjó allt hér. Mér kæmi ekki
á óvart, þó að hann ætti eftir
að valda okkur óþæginda."
Correll kom inn og neri hend-
urnar. Það skein út úr honum
hjálpfýsin og fúsleikinn til að
verða þeim góður félagi. Hann
var klæddur eins og áður, en nú
var sárabindi um höfuð honum.
„Góðan daginn, ofursti,11 sagði
hann.
„Góðan daginn.“ Ofurstinn
sló hendinni út frá sér: „Correll,
þetta er foringjaráð mitt.“
„Myndarlegir piltar,“ sagði
Correll. „Þeir hafa unnið vel sitt
verk. En ég reyndi líka að undir-
búa komu þeirra.“
„Þér gerðuð það mjög vel. En
ég vildi þó, að þér hefðuð ekki
drepið þessa sex menn.“