Úrval - 01.09.1942, Page 93

Úrval - 01.09.1942, Page 93
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 91 Correll baðaði út höndunum og sagði hughreystandi: „Sex menn er ekki mikill missir fyrir svona stóra borg.“ Lanser sagði harðneskjulega: „Ég er ekki á móti því að drepa menn, ef það er lausn á við- fangsefni. En stundum er betra að gera það ekki.“ Correll hafði virt foringjana fyrir sér. Hann leit til hliðar á liðsforingjana og sagði: „Ofursti, gætum við ef til vill talað saman einir?“ ,,Já, ef þér óskið þess. Prackle liðsforingi og Tonder liðsforingi, viljið þið gera svo vel að fara til herbergja ykkar ?“ Og ofurst- inn sagði við Correll: „Hunter majór er að vinna. Hann heyrir ekkert, þegar hann er að vinna.“ Svo horfði hann á umbúðirnar á höfði Corrells og sagði harð- neskjulega: „Hafa þeir þegar reynt að drepa yður.“ Correll þreifaði með fingrun- um á umbúðunum. „Þetta? Það féll steinn á mig úr fjallinu í morgun.“ „Eruð þér vissir um, að hon- um hafi ekki verið kastað?“ „Við hvað eigið þér?“ spurði Correll. „Fólkið hér er ekki ofsafengið. Það hefir gleymt að berjast.“ „Þér hafið verið meðal þess og ættuð að þekkja það,“ sagði ofurstinn. Hann gekk nær Cor- rell: „En ef þér eruð öruggur, þá er þetta fólk öðru vísi en aðrar þjóðir í heiminum. Ég hefi fyrr tekið þátt í að hernema lönd. Ég var í Belgíu fyrir tutt- ugu árum.“ Hann hristi höfuðið hugsandi og sagði höstum rómi: „Þér unnuð verk yðar vel. Við eigum yður þakkir að gjalda. Ég gat um starf yðar í skýrslu minni.“ „Þakka yður fyrir, herra,“ sagði Correll. „Ég gerði það, sem ég gat.“ Lanser sagði, frekar þreytu- lega: „Hvað hyggist þér fyrir? Ætlið þér að fara aftur til höf- uðborgarinnar?“ „Nei, herra. Ég vil vera hér.“ Plunter leit upp frá vinnu sinni og sagði: „Þér ættuð að vera með hjálm.“ Correll hallaði sér fram í stólnum. „Ofursti, ég hélt að ég ætti að hjálpa til við stjórn borgarinnar.“ Lanser gekk að glugganum og horfði út og sneri sér síðan við og sagði hægt: „Hvað hafið þér í huga?“ „Þér þurfið að hafa borgar- stjórn, sem þér getið treyst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.