Úrval - 01.09.1942, Síða 95
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
9;
inu. Hann verður kyrr. Það er
úrskurður minn.“
Correll sagði: „Vegna starfs
míns verðskulda ég annað og
betra en það að vera sendur héð-
an.“
„Já, það er satt,“ sagði Lans-
er hægt. „En eins og sakir
standa eruð þér aðeins til
trafala hlutverki því, sem við
eigum að ynna af höndum. Séuð
þér ekki hataður nú, þá verðið
þér það.“
Correll sagði þrákelknislega:
„Ég geri ráð fyrir, að þér mun-
ið leyfa mér að vera hér, þang-
að til ég hefi fengið opinbera
staðfestingu á því, að ég megi
vera kyrr?“
Lanser varð þungbúinn á
svipinn og röddin harðneskju-
leg: „Setjið upp hjálm, haldið
yður innanhúss, farið ekki út á
kvöldin, og umfram allt, drekk-
ið ekki áfengi. Treystið hvorki
karli eða konu. Skiljið þér
þetta?“
Correll horfði meðaumkun-
araugum á ofurstann. „Ég held,
að þér skiljið þetta ekki. Hér
er einfalt og friðsamt fólk. Ég
þekki það.“
„Það er ekki til friðsamt
fólk. Hvenær lærist yður að
skilja það ? Við höfum gert inn-
rás í þetta land — þér, sem fólk-
ið kallar svikara, undirbjugguð
komu okkar. Sklijið þér það
ekki, að við erum í stríði við
þessa þjóð.“
„Við höfum sigrað hana.“
Lanser sagði með fyrirlitn-
ingu: „Ég er þreyttur á mönn-
um, sem hafa ekki verið í stríði,
en þykjast þó þekkja það út í
yztu æsar. Hann hélt hendinni
um hökuna og sagði: „Ég man
eftir lítilli gamalli konu í Briis-
sel — fagurt andlit, hvítt hár,
fallegar hendur. Hún söng þjóð-
lög okkar þýðri, titrandi röddu.“
Hann síeppti hendinni af hök-
unni og það var eins og hann
vaknaði af svefni. „Við vissum
ekki, að sonur hennar hafði ver-
ið tekinn af lífi,“ sagði hann.
„Þegar við að lokum skutum
hana, var hún búin að drepa
tólf menn með löngum, svörtum
hattprjóni. Ég geymi hann enn-
þá heima. Hausinn á prjóninum
er fugl, rauður og blár.“
Correll sagði: „En þið skutuð
hana?“
„Auðvitað skutum við hana.“
„Og morðin hættu?“
„Nei, morðin hættu ekki. Og
þegar við að lokum létum undan
síga, sat fólkið um þá, sem dróg-
ust aftur úr og drap þá, og það