Úrval - 01.09.1942, Síða 95

Úrval - 01.09.1942, Síða 95
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 9; inu. Hann verður kyrr. Það er úrskurður minn.“ Correll sagði: „Vegna starfs míns verðskulda ég annað og betra en það að vera sendur héð- an.“ „Já, það er satt,“ sagði Lans- er hægt. „En eins og sakir standa eruð þér aðeins til trafala hlutverki því, sem við eigum að ynna af höndum. Séuð þér ekki hataður nú, þá verðið þér það.“ Correll sagði þrákelknislega: „Ég geri ráð fyrir, að þér mun- ið leyfa mér að vera hér, þang- að til ég hefi fengið opinbera staðfestingu á því, að ég megi vera kyrr?“ Lanser varð þungbúinn á svipinn og röddin harðneskju- leg: „Setjið upp hjálm, haldið yður innanhúss, farið ekki út á kvöldin, og umfram allt, drekk- ið ekki áfengi. Treystið hvorki karli eða konu. Skiljið þér þetta?“ Correll horfði meðaumkun- araugum á ofurstann. „Ég held, að þér skiljið þetta ekki. Hér er einfalt og friðsamt fólk. Ég þekki það.“ „Það er ekki til friðsamt fólk. Hvenær lærist yður að skilja það ? Við höfum gert inn- rás í þetta land — þér, sem fólk- ið kallar svikara, undirbjugguð komu okkar. Sklijið þér það ekki, að við erum í stríði við þessa þjóð.“ „Við höfum sigrað hana.“ Lanser sagði með fyrirlitn- ingu: „Ég er þreyttur á mönn- um, sem hafa ekki verið í stríði, en þykjast þó þekkja það út í yztu æsar. Hann hélt hendinni um hökuna og sagði: „Ég man eftir lítilli gamalli konu í Briis- sel — fagurt andlit, hvítt hár, fallegar hendur. Hún söng þjóð- lög okkar þýðri, titrandi röddu.“ Hann síeppti hendinni af hök- unni og það var eins og hann vaknaði af svefni. „Við vissum ekki, að sonur hennar hafði ver- ið tekinn af lífi,“ sagði hann. „Þegar við að lokum skutum hana, var hún búin að drepa tólf menn með löngum, svörtum hattprjóni. Ég geymi hann enn- þá heima. Hausinn á prjóninum er fugl, rauður og blár.“ Correll sagði: „En þið skutuð hana?“ „Auðvitað skutum við hana.“ „Og morðin hættu?“ „Nei, morðin hættu ekki. Og þegar við að lokum létum undan síga, sat fólkið um þá, sem dróg- ust aftur úr og drap þá, og það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.