Úrval - 01.09.1942, Side 100
ÚRVAL
®8
|>ess, að ég kveði hérna upp
dauðadóm yfir Alex Morden?“
,,Þér munduð koma í veg
fyrir miklar blóðsúthellingar í
framtíðinni, ef þér gerðuð það.“
Orden gekk að borðinu og dró
fram stóra stólinn við enda þess
og settist. Og allt í einu var eins
og hann væri dómarinn og
Lanser sakborningurinn. Hann
barði með fingrunum í borðið.
Hann sagði: „Þér og stjórn yðar
skiljið ekki, hvað hér er um að
ræða. Stjórn yðar og þjóð hafa
ekki þekkt annað en sífellda
•ósigra öldum saman, vegna þess
að þið skiljið ekki fólkið.“ Hann
þagði augnablik. „Lögmál ykk-
ar verkar ekki hér. Það eru
•engin sameiginleg lög til fyrir
okkur og ykkur. Þetta er stríð.
Vitið þér það ekki, að ef þér
drepið okkur ekki, þá munum
við að lokum drepa ykkur? Þér
afnámuð lög okkar, þegar þér
komuð og settuð önnur í stað-
inn. Skiljið þér það ekki?“
Lanser sagði: „Má ég fá mér
sæti?“
„Hvers vegna biðjið þér? Það
•eru látalæti. Þér gætuð látið mig
standa, ef þér vilduð.“
Lanser sagði: „Persónulega
virði ég yður og starf yðar, og“
— hann lagði höndina augna-
blik á enni sér — „ég, herra
borgarstjóri, á þessum aldri og
með mínar endurminningar, hefi
ekkert að segja. Þótt ég væri
sammála yður, breytti það engu.
Herinn, hið pólitíska skipulag,
sem ég vinn í, hefir vissan til-
gang og starfsaðferðir, sem eru
óumbrey tanlegar. ‘ ‘
Orden sagði: „Og þessi til-
gangur og þessar starfsaðferðir
hafa frá upphafi vega reynzt
rangar í hverju einasta atriði.“
Lanser hló biturt. „Ég, sem
einstaklingur og með mínar end-
urminningar, gæti verið sam-
mála yður. En ég er ekki mað-
ur, sem er háður endurminning-
unum. Námumaðurinn verðui
að skjótast opinberlega, vegna
þess 'að því er haldið fram, að
það muni aftra öðrum frá aó
drepa menn okkar.“
Orden sagði: „Þá höfurn við
ekki meira að tala saman.“
„Jú, það höfum við. Við þurf-
um á hjálp yðar að halda.“
Orden þagði um stund, en
sagði síðan: „Ég skal segja
yður, hvað ég vil. Hve margir
menn voru við vélbyssurnar,
sem notaðar voru til þess að
drepa menn okkar?“
„Ég held þeir hafi ekki verið
nema tuttugu," sagði Lanser.