Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 106
104
tjRVAL
og þessi ljós- og skuggaleikur
setti sinn svip á herbergið.
Hunter majór hafði nóg að
gera við teikniborðið, vegna
þeirra bilana, sem urðu á braut-
inni.
Prackle, sem enn var með
höndina í fatla sat fyrir miðju
borði og las í myndablaði. Tond-
er liðsforingi var að skrifa bréf
við endann á borðinu. Hann leit
upp og sagði: ,,Ég hata þessar
djöfuls lugtir. Hvenær ætlið þér
að ganga frá rafmagninu,
majór ?“
„Það hefði átt að vera komið
í lag núna,“ sagði Hunter majór.
„Ég hefi fengið góða menn til
að vinna við það.“
„Náðuð þér þeim, sem ollu
skemmdunum?“ spurði Prackle.
Hunter sagði harðneskjulega:
„Það hlýtur að vera einn af
fimm — ég tók þá alla fasta.“
Svo hélt hann áfram, hugsandi:
„Það er lítill vandi að valda þess-
um skemmdum. Ljósin hljóta að
komast í lag á hverri stundu.“
Prackle var enn að skoða
blaðið. „Hvenær skyldum við
losna héðan? Hvenær skyldum
við fá að fara heim um tíma?
Majór, langar yður ekki heim
til að hvíla yður?“
Hunter leit upp frá vinnu
sinni og varð eitt augnablik
vandræðalegur á svipinn: „Jú,
auðvitað.“
Allt í einu komu rafljósin og
Tonder slökkti þegar á lugtun-
um. Það kom annar svipur á
herbergið.
Tonder sagði: „Guði sé lof
fyrir ljósin! Þetta hefir farið í
taugarnar á mér. Það er eins og
hvíslað sé í hverju horni.“ Hann
braut saman bréfið, sem hann
hafði verið að skrifa og sagði:
„Það er skrítið, hve fá bréf
koma hingað. Ég hefi fengið
aðeins eitt í hálfan mánuð.“
Prackle sagði: „Það kann að
vera, að enginn skrifi yður.“
„Kannske," sagði Tonder.
Hann snéri sér að majórnum.
„Ef eitthvað kemur fyrir —
heima, ég á við — haldið þér, að
þeir léti okkur vita — eitthvað
slæmt, einhver dæi eða þess
háttar ?“
Hunter sagði: „Ég veit það
ekki.“
„Jæja,“ hélt Tonder áfram,
„ég vildi gjarnan losna úr þessu
fjandans greni!“
„Ég hélt, að þér vilduð verðá
hér eftir að stríðinu loknu?“
sagði Prackle. Og hann reyndi
að líkja eftir rödd Tonders:
„Slengja saman fjórum fimm