Úrval - 01.09.1942, Page 113
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
111.
„Molly tók upp prjónana sína.
„Þér megið ekki vera hér leng-
ur en 15 mínútur. Fáið yður
sæti, liðsforingi."
Hún leit sem snöggvast til
dyra. Það brakaði í húsinu.
Tonder lagði við hlustirnar og
sagði: „Er einhver hér?“
„Nei, það er aðeins snjórinn,
sem liggur svo þungt á þakinu.
Ég hefi ekki lengur neinn mann,
sem getur mokað honum niður
fyrir mig.“
Tonder spurði með þýðri
röddu: „Hver gerði það? Var
það eitthvað, sem við gerðum?“
Molly kinkaði kolli og leit
beint fram fyrir sig. „Já,“ sagði
hún.
Hann settist. „Mér þykir það
leitt.“ Svo bætti hann við eftir
andartaksþögn: „Ég skal láta
moka ofan af þakinu.“
„Nei,“ svaraði Molly, ,,nei!“
„Hvers vegna ekki?“
„Þá mundi fólk halda, að ég
hefði snúizt í lið með ykkur.“
„Já, ég skil, hvað það mundi
tákna,“ svaraði Tonder. „Þið
hatið okkur öll. En ég skal gæta
yðar, ef þér viljið leyfa mér
það.“
Molly vissi nú, að hún hafði
hann á valdi sínu. Hún lygndi
aftur augunum grimmdarlega og
sagði: „Hvers vegna látið þér
svona? Þér vitið, að þér eruð
sigurvegarinn. Ykkar menn
þurfa ekki að biðja um leyfi til
neins. Þeir taka það, sem þá
lystir.“
„Það vil ég ekki,“ svaraði
Tonder. „Ég vil ekki fara þannig
að.“
Molly hló við, dálítið grimmd-
arlega: „Þér viljið, að mér geðj-
ist að yður, liðsforingi. Er ekki:
svo ?“
„Jú,“ svaraði hann blátt
áfram, leit upp og bætti við:
„Þér eruð svo falleg, svo hlýleg.
Ég hefi ekki séð hlýju í konu-
andliti í langan tíma.“
„Sjáið þér hlýju í andliti
mínu?“ spurði Molly.
Hann virti hana betur fyrir
sér. „Mig langar til þess.“
Nú leit hún loks undan og
svaraði: „Þér leitið ásta hjá
mér. Er ekki svo?“
„Mig langar til þess, að yður
geðjist að mér,“ svaraði hann
klaufalega. „Vissulega langar
mig til þess, að yður geðjist að
mér. Ég hefi séð yður á gangi
á götunum, og ég hefi gefið
skipanir um, að enginn megi
gera yður mein. Hafið þér verið
látnar í friði?“
„Ég er yður þakklát," svar-