Úrval - 01.09.1942, Page 113

Úrval - 01.09.1942, Page 113
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 111. „Molly tók upp prjónana sína. „Þér megið ekki vera hér leng- ur en 15 mínútur. Fáið yður sæti, liðsforingi." Hún leit sem snöggvast til dyra. Það brakaði í húsinu. Tonder lagði við hlustirnar og sagði: „Er einhver hér?“ „Nei, það er aðeins snjórinn, sem liggur svo þungt á þakinu. Ég hefi ekki lengur neinn mann, sem getur mokað honum niður fyrir mig.“ Tonder spurði með þýðri röddu: „Hver gerði það? Var það eitthvað, sem við gerðum?“ Molly kinkaði kolli og leit beint fram fyrir sig. „Já,“ sagði hún. Hann settist. „Mér þykir það leitt.“ Svo bætti hann við eftir andartaksþögn: „Ég skal láta moka ofan af þakinu.“ „Nei,“ svaraði Molly, ,,nei!“ „Hvers vegna ekki?“ „Þá mundi fólk halda, að ég hefði snúizt í lið með ykkur.“ „Já, ég skil, hvað það mundi tákna,“ svaraði Tonder. „Þið hatið okkur öll. En ég skal gæta yðar, ef þér viljið leyfa mér það.“ Molly vissi nú, að hún hafði hann á valdi sínu. Hún lygndi aftur augunum grimmdarlega og sagði: „Hvers vegna látið þér svona? Þér vitið, að þér eruð sigurvegarinn. Ykkar menn þurfa ekki að biðja um leyfi til neins. Þeir taka það, sem þá lystir.“ „Það vil ég ekki,“ svaraði Tonder. „Ég vil ekki fara þannig að.“ Molly hló við, dálítið grimmd- arlega: „Þér viljið, að mér geðj- ist að yður, liðsforingi. Er ekki: svo ?“ „Jú,“ svaraði hann blátt áfram, leit upp og bætti við: „Þér eruð svo falleg, svo hlýleg. Ég hefi ekki séð hlýju í konu- andliti í langan tíma.“ „Sjáið þér hlýju í andliti mínu?“ spurði Molly. Hann virti hana betur fyrir sér. „Mig langar til þess.“ Nú leit hún loks undan og svaraði: „Þér leitið ásta hjá mér. Er ekki svo?“ „Mig langar til þess, að yður geðjist að mér,“ svaraði hann klaufalega. „Vissulega langar mig til þess, að yður geðjist að mér. Ég hefi séð yður á gangi á götunum, og ég hefi gefið skipanir um, að enginn megi gera yður mein. Hafið þér verið látnar í friði?“ „Ég er yður þakklát," svar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.