Úrval - 01.09.1942, Page 118
116
ÚRVAL
eitur.“ Hann var orðinn reiður.
,,í þessu stríði er ekki hægt að
beita drengilegum aðferðum. 1
þessu stríði verða menn að beita
klækjum og undirferli — myrða.
Við skulum beita þeim aðferð-
um, sem beitt hefir verið gegn
okkur! Látið Breta varpa niður
litlum sprengjum handa okkur,
sem við getum stungið undir
járnbrautarteina. Þá munum
við hafa vopn, leynileg vopn.“
Winter tók nú til máls. „Þeir
munu aldrei hafa hugmynd um,
hvar við látum næst til skarar
skríða. Hermennirnir eða varð-
flokkurinn munu aldrei vita,
hvert okkar er vopnað.“
Tom strauk svitann af enn-
inu. „Við skulum koma þessu á
framfæri, ef við komumst leið-
ar okkar, en — ég hefi heyrt
að enn séu til menn í Eng-
landi, sem þora ekki að fá
óbreyttum borgurum vopn í
hönd.“
Orden leit á hann. „Æ, ég
hafði ekki látið mér detta það
í hug. Við verðum að sjá hvað
setur. En ef slíkir menn eru enn
við stjórn í Bretlandi og Banda-
ríkjunum, þá er úti um heim-
inn. Segið þeim frá þessu, ef
þeir vilja ljá ykkur eyra. Við
verðum að fá hjálp, en ef við
fáum hana“ —hannvarðhörku-
legur á svip — „ef við fáum
hana, þá munum við hjálpa
okkur sjálf.“
Winter lagði aftur orð í belg:
„Þótt þeir láti okkur ekki fá
annað en dynamit, sem við get-
um grafið í jörð, þangað til við
notum það, þá mun innrásar-
herinn aldrei fá hvíld framar,
aldrei.“
Hrifning gagntók alla í her-
berginu.
„Já, við getum þá komið í veg
fyrir það, að hann fengi nokk-
uru sinni hvíld eða svefnfrið,“
sagði Molly, æst í skapi.
„Er þetta allt og sumt,
herra?“ spurði Will rólega.
Orden kinkaði kolli. „Já,
þetta er aðalatriðið.“
Hurðin opnaðist og Annie
kom inn. „Það er hermaður að
koma upp stíginn,“ sagði hún.
„Hann er líkur hermanninum,
sem var hérna áðan. Það var
hermaður hjá Molly áðan.“
Karlmennirnir litu á Molly, en
Annie bætti við: „Ég aflæsti
hurðinni.“
Nú var barið varlega á útí-
dyrnar. Orden gekk til Mollyar.
„Hvað veldur þessu, Molly?
Ertu í vanda stödd?“
. ,,Nei,“ svaraði hún. „Neil