Úrval - 01.09.1942, Síða 119
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
117
Farið út um bakdyrnar. Þið
getið farið út um bakdyrnar.
Flýtið ykkur út! í öllum bæn-
um flýtið ykkur!“
„Leyfðu okkur að hjálpa þér,
ef þú ert í vanda stödd,“ sagði
Orden.
„Það getur enginn hjálpað
mér úr þeim vandræðum, sem
ég er í,“ svaraði hún. „Farið þið
nú,“ bætti hún við og ýtti á eftir
þeim út úr dyrunum.
Það var barið aftur og karl-
mannsrödd heyrðist utan dyra.
Molly gekk að lampanum í
miðju herberginu. Mikið farg
hvíldi á henni. Hún tók eftir
stóru skærunum, sem lágu á
borðinu við hliðina á prjónunum
hennar. Hún tók þau hugsi og
hélt um oddinn. Svo lét hún þau
renna milli fingra sér, unz hún
hélt um handfangið eins og um
hníf væri að ræða. Augu henn-
ar fylltust hryllingi. Síðan stakk
hún skærunum í barm sér.
Enn var barið að dyrum og
hún heyrði rödd, sem kallaði til
hennar. Hún hallaði sér yfir
lampann og blés skyndilega nið-
ur um glasið, svo að ljósið dó.
Síðan svaraði hún röddinni og
tókst með miklum erfiðismun-
um að gera rödd sína blíðlega:
„Ég kem, liðsforingi. Ég kem.“
IVTÓTTIN var dimm, því að
^ ^ þótt bjart væri yfir, varp-
aði tunglið aðeins litlum bjarma.
Þurr vindur blés, jafnt og þétt
— alla leið frá pólnum. Það var
djúpur snjór á jörðinni, þurr
eins og sandur.
Varðmennirnir stóðu rétt við
námuinnganginn. Þeir horfðu
upp í himininn og beindu hlust-
unartækjum sínum í sömu átt,
því að veður var hagstætt til
loftárása. Það var á svona nótt-
um, sem sprengjunum rigndi
niður.
Frá öðrum enda þorpsins
heyrðist vesælt, einmana span-
gól í hundi. Hann teygði trýnið
í áttina til guðs síns og gaf
langa og leiðinlega lýsingu á
ástandinu í heiminum, eins og
það kom honum fyrir sjónir.
Mennirnir sex í varðsveitinni,
sem ráfuðu hvíldarlaust fram
og aftur um götur borgarinnar,
heyrðu vælið í hundinum og
einn þeirra sagði: „Hann fer
vernsandi með hverri nóttu. Ég
held, að við ættum að skjóta
hann.“
Annar sagði: „Hvers vegna?
Lofum honum að spangóla. Mér
þykir gaman að hlusta á hann.
Ég átti hund heima, sem var
vanur að spangóla. Þeir tóku