Úrval - 01.09.1942, Side 132
Til lesendanna — og frá þeim.
j|K Vl er ekki að leyna, að aðstandendur Úrvals biðu þess
liillÍK með nokkurri eftirvæntingu, hverjar viðtökur þessi
viðleitni þeirra til að innleiða nýtt tímaritsform á íslandi
fengi. Þeir óttuðust raunar ekki, að torvelt mundi reynast
að selja þetta fyrsta hefti, því að landinn er oftast fljótur
til, þegar hann heldur, að eitthvað nýtt sé á ferðinni. Um
hitt gætti nokkurs uggs, hvort menn gerðu sér ljóst, að
hér væri annað og meira á ferðinni en ný bóla, sem ætti
eftir að hjaðna jafn fljótt og hún reis.
Ótal bréf frá lesendunum, ummæli og fyrirspurnir hafa
nú fært oss heim sanninn um það, að uggur þessi var
algerlega ástæðulaus. Fjöldi manna hefir látið vinsamleg
orð falla um efnisval tímaritsins og frágang þess. En það
sem oss hefir þótt bera ótvíræðastan vott um áhuga lesend-
anna á gengi Úrvals, eru hinar sífelldu fyrirspurnir um
það, hvenær von sé á næsta hefti og óskir um það, að
heftin verði fleiri en f jögur á ári, helzt tólf — eitt í hverj-
um mánuði. Þessar óskir hafa borizt svo víða að og verið
svo eindregnar, að ákveðið hefir verið að fjölga heftunum
úr fjórum í sex á næsta ári. Við óskum þeirra, sem fá vilja
Úrval í hverjum mánuði, sjáum vér oss ekki fært að verða
— að svo stöddu. Það er betra að lofa minna og efna það.
En hver veit, hvað orðið getur seinna?
K AÐ hefir ekki verið dauf-
^ heyrzt við þeim tilmælum
Úrvals til lesendanna, að þeir
sendu línu um álit sitt á efni
þess og tilgangi. Tölu hefir ekki
verið kastað á bréfin, en þau
myndu fylla margar biaðsíður, ef
birta ætti þau öll. Sum þeina
eru heilar ritgerðir upp á marg-
ar blaðsíður.
Allir bréfritaramir — undan-
tekningarlaust — fagna komu
tímaritsins, og margir geta þess,
að þetta sé einmitt timaritið,
sem þeir hafi beðið eftir.
Um þetta skrifar M. A., frá
Framhald innan á kápunni.