Úrval - 01.08.1945, Side 60
Rangeygir fá rétta sýn.
Grein úr „Hygeia",
eftir George Kent.
X SÍÐUSTU árum hefir kom-
**• ið til sögunnar ný aðferð
til þess að rétta augun í rang-
eygu fólki, svonefnd sjónrétt-
ing (orthoptics), sem miðar að
því, að lagfæra sjónina með
augnaæfingum eingöngu. Herma
skýrslur, að þar sem þessi að-
gerð hefir verið framkvæmd á
börnum, hafi hún borið full-
kominn árangur á 40 til 60 af
hverjum hundrað börnum.
Undirstaða þessarra nýju vís-
inda er einkennilegt tæki, sem
enskur augnlæknir, Claude
Worth, fann upp fyrir 40 árum.
Það er rúmsjá, sem líkist
kíki að gerð, með svörtum
sjónpípum, sem stilla má hvora
í sínu lagi. Með þessum tilfær-
ingum getur læknirinn beint
augum sjúklingsins í ýmsar átt-
ir, saman og sitt til hvorrar
handar, mælt sjónskekkjuna og
þjálfað augun til samstillingar.
Fyrstu tilraunir með þessa
aðferð dr. Worths voru gerðar
í Bandaríkjunum árið 1903, en
fóru í handaskolum og komu
óorði á hana. En í Englandi
ruddi hún sér fljótlega til rúms,
og nú er þetta tæki talið nauð-
synlegt á flestum brezkum
augníækningastofum. Árið 1918
var það notað af amerískum
augnskurðlækni í Frakklandi til
að styrkja augu herflugmanna,
þegar hann gat ekki fyrirskip-
að gleraugu. John Hopkins
sjúkrahúsið í Bandaríkjunum
tók það í notkun árið 1926, og
ári síðar var fyrsta lækninga-
stofan, sem eingöngu var ætlað
að framkvæma sjónréttingu,
opnuð 1 Fifth Avenue sjúkra-
húsinu í New York. Nú fram-
kvæma flestar stærstu augn-
lækningastofur Bandaríkjanna
sjónréttingu í einhverri mynd.
Fyrir nokkru heimsótti ég
eina ‘slíka lækningastofu. Bið-
salirnir voru þéttskipaðir ung-
lingum, sem biðu þess, að röðin
kæmi að þeim. Lækningastof-'