Úrval - 01.08.1945, Side 122
120
tJRVAL
var rannsakaður af geðveikra-
lækni og nefnd andartrúar-
manna.
Ljósmyndarar tóku myndir
af Sam standandi og Sam á
flugi, og herbergið varð svo
fullt af reyk að Sam náði varla
andanum. Loksins slapp hann
inn í svefnherbergið. Smávax-
inn gamall maður sat á rúminu.
„Komið þér sælir,“ sagði öld-
ungurinn kurteislega.
„Mér tókst vel sýningin,"
sagði Sam. „En ég er alveg
uppgefinn.“
„Hún tókst vel,“ sagði gamli
maðurinn. „En þeir trúa ekki á
hana“.
„Trúa ekki?“
„Nei, því er nú ver. Mann-
kynið hefir óbeit á öllu, sem
það fær ekki skilið. Það mun
nota allar aðrar skýringar en
sannleikann — að þér getið
flogið“.
„Ég get flogið,“ sagði Sam.
„Auðvitað getið þér það,“
sagði öldungurinn hæglátlega.
„Þakka þér fyrir,“ sagði
Sam. „Og fáðu þér hérna í pípu
af tóbakinu mínu. Það er ágætt.
Og hvað heitir þú aftur?“
„Ég er bara nemandi í Rann-
sóknarstöðinni, sagði gamli
maðurinn og tróð tóbaki Sams í
pípuna sína. „Ég er að reyna að
finna aðferð til þess að sigrast á
andstöðu líkama og sálar gegn
lifnaðarháttum, mataræði og
hugsun nútímans. Hann kveikti
í pípunni og leit á Sam. „Mig
langar til að spyrja einnar
spurningar."
„Ég hefi verið spurður svo
margra að það munar ekki um
eina í viðbót.“
„Er mismunandi erfitt að
fljúga?“
„Mér líkar bezt að fljúga
einn, undir berum hirnni og að
næturlagi. Það er erfiðara,
þegar fólk er viðstatt. Eins og
til dæmis í dag — þá var það
erfitt“.
Gamli maðurinn kinkaði
kolli og saug pípuna. Svo stóð
hann upp og klappaði á herð-
arnar á Sam. „Það hefir verið
sérstaklega ánægjulegt að tala
við yður, herra Small,“ sagði
hann. „Ég vildi að ég gæti
verndað yður, en ég get það
ekki. Heimurinn vill alls ekki
trúa. Líffræðingar hafa sannað
meyjarfæðinguna; efnafræðing-
ar geta breytt vatni í vín; lækn-
ar fá dauða menn til að rísa
upp, vísindamenn sanna, að
efnið sé óforgengilegt og stærð-
fræðingar hafa sýnt fram á að