Úrval - 01.12.1946, Side 10
Sbyggnst iim I
rannsóiucarstoi'u iæknauna.
Blóðið segir frá.
Grein úr ,,Hygeia“,
eftir Jane Sheppard.
O ert á spítalanum. Þú hefir
verið hálf lasinn undanfarið
og læknirinn þinn sendi þig
þangað til rannsóknar og hvíld-
ar. Þú bjóst við að verða látinn
í dökkmálað, rólegt herbergi,
að hitinn yrði mældur og púls
talinn við og við, að þú yrðir
baðaður og fengir mat, en lát-
inn í friði að öðru leyti.
Þú vonaðir að læknirinn gæti
fundið út, hvað væri að þér, með
því að skoða í þér tunguna,
hlusta þig o. s. frv.
En sjúkdómsgreining er ekki
alltaf svo auðveld fyrir læknir-
inn, eða þægileg fyrir þig.
Læknirinn getur fræðstheilmik-
ið um heilsufar þitt með því að
spyrja um sjúkdómseinkenni
þín, þukla þig og banka. En til
þess að geta ákveðið, hvað að
þér gengur, verður hann að vita
hvernig líkaminn starfar, allt til
hinna örsmáu blóðkorna. Til
þess þarf að gera ýmsar próf-
anir, því þær segja læknínum
heilmikið um innri starfsemi
hins flókna líkama þíns.
Af þeim rannsóknum, sem
venjulega eru gerðar í spítala,
eru rannsóknir á blóðinu senni-
lega algengastar og þýðingar-
mestar.
Sjúklingarnir eru ekki alltaf
hrifnir af að láta blóð til rann-
sóknanna. Þessar andstyggilegu
nálar og blóðbíldar eru hálfgert
kvalræði, en þeim leikur alltaf
forvitni á að vita hvað verður
gert við blóðið þegar það er
komið á rannsóknarstofuna. Því
miður er sjaldan tími til að út-
skýra fyrir hverjum einstökum
sjúklingi hvernig blóðraimsókn-
ir eru gerðar. Oft væri ástæða
fyrir sjúklinginn að vera skelk-
aður yfir því, að blóðið kunni að
vera í ólagi. En nú ert þú í
spítala. Þú ert einn af mínum
beztu sjúklingum og hefir látið
blóð þitt fúslega í té. Ég kæri