Úrval - 01.12.1946, Page 17
BLÓÐIÐ SEGIR PRÁ
15
hafa þau áhrif, að blóðið storkn-
ar fljótara.
Það eru til nokkrar aðferðir
til að ákveða hve fljótt blóðið
storknar. Ein er sú, að láta svo-
lítið af blóði renna inn í hárfína
pípu, sem er í þvermál svipuð og
hattprjónn. Svolítill partur af
pípunni er því næst brotinn var-
lega af á mínútu fresti, og
brotnu endarnir togaðir hægt og
gætilega í sundur. Þegar blóðið
er storknað, sézt mjór þráður
(fibrin) milli hinna aðskildu
enda. Þessi þráður á að sjást
eftir 2—6 minútur. Blóðið í þér
sýnir snotran sterkan þráð á
þrem mínútum, svo þú þarft
ekki að hafa áhyggjur af því.
Læknirinn býst ekki við, að
þú munir missa svo mikið blóð
að þú þurfir blóðgjöf eftir upp-
skurðinn, en til þess að vera við-
búinn, ef eitthvað óvænt skyldi
koma fyrir, ætlum við að at-
huga í hvaða blóðflokki þú ert.
Sérhver maður er í einhverjum
hinna f jögurra blóðflokka. Mað-
ur getur ekki gefið blóð þeim,
sem er af öðrum blóðflokki, —
nema í kvikmyndum, þar sem
við sjáum söguhetjuna gefa
hinni fögru ungfrú blóð án
undangenginnar blóðflokkunar.
I raun og veru mundi slíkt vera
ákaflega hættuiegt. Blóð af
öðrum flokki en þínum myndi
gera það að verkum, að blóð-
frumur þínar mynduðu kekki,
sem ef til vill gætu komizt til
hjartans og svo stöðvað blóð-
rásina. Blóð af öðrum flokki
getur einnig orsakað, að blóð-
frumur þínar leysist upp og
tapi sínu dýrmæta, blóðlitarefni
(hemoglobin). Þetta er oft ban-
vænt. Til þess að finna hvaða
blóðflokki þú tilheyrir, blanda
ég dropa af blóði þínu með blóð-
serum af þekktum flokki. Þetta
serum er fengið frá rannsóknar-
stofu og er fullkcmlega áreiðan-
legt. Ég sé í smásjánni hvaða
flokkar af blóðserum hafa þau
áhrif á blóðfrumur þínar, að
þær mynda litla kekki.
Ef þú skyldir þurfa blóðgjöf,
munum við rannsaka í hvaða
blóðflokki þeir ættingjar þínir
og vinir eru, sem eru fúsir til að
gefa þér hálfan líter af blóði.
Ef enginn þeirra er af þínum
flokki., verðum við að ná í ein-
hvern annan, því við höfum
lista yfir menn af öllum blóð-
flokkum. Margir þeirra eru
menntaskólapiltar, sem vilja
gjarnan vinna sér inn auka-
skilding, en aðrir eru meðlimir
félaga sem gefa blóð í góðgerða-