Úrval - 01.12.1946, Side 19
Ninotchka.
Smásaga
eftir Maren Jakerlová,
jC'RÁ opinni stónni lagði rauð-
•*- leitan bjarma, annars var
myrkt í herberginu. Þegar
fölskva sló á eldskinið, beygði
ég mig niður til að skara í eld-
inn. Þetta varð til þess að Kaj
hrökk upp úr hugsunum sínum.
Hann stóð upp, teygði úr sér og
fór að skoða plöturnar mínar.
„Brosandi bylgjur“! sagði
hann. „Þú, sem ert ákafur að-
dáandi klassískrar hljómlistar,
átt í fórum þínum jafn nauða-
hversdagslega plötu!“
Og svo blístraði hann hæðn-
islega þessa útþynntu, marg-
tuggnu tilfinningavellu, þetta
dægurlag, sem ég hefði ekki
getað hiustað á, ef — já, ef...
„Þekkir þú Ninotchku?"
spurði ég og bætti í eldinn. „Þú
hefir annars ekki getað þekkt
hana. Fundum okkar bar sam-
an fyrir þremur árum, er fyrir-
tækið hafði sent þig til Mexíkó.“
Kaj lét plötuna „Brosandi
£>essi stutta smásaga um „óþarfa
manneskju" er einkar hversdagsleg
til að byrja með, en endar sem neyð-
aróp. Hún er rituð af tékkneskri
blaðakonu og rithöfundi, sem fór til
Stokkhólms, eftir að Þjóðverjar
réðust á Tékkóslóvakíu, og þar
hefir hún dvalizt, meðal annars verið
fréttaritari helztu blaða i landi sínu,
er nú hefir varpað af sér okinu.
bylgjur“ á grammófóninn, setti
hann af stað og lokaði honum
síðan. Lágvært tónaflóð barst
út í herbergið, ómerkir tónar,
en þó ógleymanlegir.
„Ég ætla þá að segja þér sögu
Ninotchku," sagði ég.
Kaj hreiðraði tun sig í hæg-
indastólnum andspænis mér.
„Já, hennar er sagan. Það var
tilviljun ein, sem olli því, að ég
varð aukapersóna í sögu henn-
ar. Það var dag nokkurn í
september, um áttaleytið að
kvöldi, hellirigning var og ég