Úrval - 01.12.1946, Síða 22
20
tfRVAL
truflun er líka komin á önnur
líffæri sökum næringarskorts.
Hugsaðu þér, hún hefir ekki
nærst á öðru en tei og tvíbökum
1 tvö ár. í fyrstu gerði hún þetta
til þess að verða spengileg og
meðfram til að spara fé. En
þegar frá leið, þoldi hún ekki
aðra fæðu. Og hefirðu litið inn
til hennar ?“
Ég lét sem ég heyrði ekki
svona lítilsverða spurningu.
Síðari hluta dagsins flýtti ég
mér til hennar. Og nú fyrst sá
ég, að liturinn á vörum hennar
og augum átti ekkert skylt við
hégómagirnina, öðru nær, —
þessi litur var fangamark dauð-
ans. Ninotchka lá í rúminu, að-
fram komin af blóðleysi. Ég
hélt í höndina á henni. Hún
sagði ekkert, horfði bara á mig
sínum stóru augum með dökku
baugunum. Það vottaði ekki
lengur fyrir ástríðuglampa í
þeim. Hún horfði á mig eins og
sá, sem í dauðans angist þrífur
í eitthvart hálmstráið og veit,
að það er ekki til nokkurs hlut-
ar. Þegar ég fór, fékk hún mér
lyklana að íbúðinni.
„Þegar ég er dáin, skaltu taka
með þér plötuna „Brosandi
bylgjur“, og svo hundinn, ef þú
villt.“
Ég vissi ekki um neinn hund,
en tók við lyklunum og kinkaði
kolli.
„Komdu með steikt epli næst,
þegar þú kemur,“ sagði hún að
síðustu, og mér fannst það vera
góðs viti. Svo kom hjúkrunar-
konan og fylgdi mér út.
Daginn eftir kom ég með
steikt epli handa Ninotchku. En
hún naut þeirra ekki, hún þekkti
ekki lengur nokkurn mann. Ég
lagði þau á litla borðið og hrað-
aði már burtu sem fyrst, af því
að ég þoldi ekki við þama. Ég
hefði helzt viljað hljóða. Ég
reikaði um götumar og ég veit
ekki enn þann dag í dag, hvar
leið mín hefir legið. Og svo
dó Ninotchka og við jarðarför-
ina voru ég og systir mín og
auk þess lítill, slitinn karl. Syst-
ir mín tók hann tali. Hann var
stjúpfaðir Ninotchku, skildi við
móður hennar, sem látizt hafði
fyrir mörgum árum. Hann var
vanur að heimsækja Ninotchku
mánaðarlega. „Hún var svo
væn, gaf mér tíu krónur í hvert
skipti, sem ég kom,“ sagði hann
og stundi við. Aðra vini hefir
Ninotchka sennilega ekki átt.
Systir mín gat þess, að við
hefðmn lyklana að íbúð hennar,
og við ókum þangað saman. Nú