Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 23
NINOTCHKA
21
fyrst fékk ég að líta hana í
björtu. Áðnr fyrr liafði jafnan
logað á lampa við legubekkinn,
og ljósið varpað gullnum
bjarma á hann. En þótt þúsund-
ir ljósa hefðu logað í herberg-
inu, hefði ég þó ekki veitt neinu
sérstöku eftirtekt. Earlmenn
eru svo frámunalega sljóir fyrir
öllu, er að slíku lýtur . . . En
nú — að hugsa sér annað eins,
— í þessu stóra herbergi var
ekkert nema þessi legubekkur
og geysistór grammófónn í einu
horninu og ein plata, platan sú
ama, — ekki snefill af öðru.“
Kaj stóð upp og stöðvaði plöt-
una, sem enn snerist með ein-
hæfu suði, því að góð stund var
liðin síðan laginu lauk.
Ég lét höfuðið hvíla á lófa
mínum. Mér hraus hugur við,
að halda áfram máli mínu.
En þar sem ég var byrjaður,
var mér nauðugur einn kostur,
að halda áfram.
„Á grammófóninum var stór
þjórhundur úr flosi, herfilegur
óburður, óskapnaður með gló-
andi augum. Ef þrýst var á
maga hans gelti hann. En
þar voru hvorki bækur, mynd-
ir eða blóm, Þar var ekki
svo mikið sem skóþurka eða
koddableðill, nei, þarna var ekki
neitt af neinu. En þó var ekki
um að ræða skínandi fátækt,
óhreinindi og reiðuleysi, nei,
en það var tómið, þetta gínandi
hryllilega tóm, sem tók mig
heljartökum og nísti mig inn að
hjartarótum. Ég þoldi ekki
þennan nákulda og fór fram í
eldhúsið. Systir mín fór í hum-
átt á eftir, og af kvenlegri
forvitni opnaði hún kæliskáp-
inn. Og þar lágu skór, að
minnsta kosti fimmtán pör af
skóm. 1 alls konar glerkrukk-
um, sem ætlaðar voru fyrir
mjöl, hrísgrjón og annað þess
háttar, átti Ninotchka margar
tylftir sokka. í búrinu geymdi
hún hatta. En hvergi fannst
minnsta matarögn... Við gægð-
umst inn í fataskápana. Tvær
loðkápur, kjólar, kápur, gang-
föt... Fjögur hundruð krónur
á mánuði, hugsaði ég. Fyrir allt
þetta hafði hún unnið sér inn
fjögur hundruð krónur á mán-
uði. Ekki tókst mér að finna
neitt blað til að vefja plötuna
inn í, svo að ég stakk henni und-
ir hendina. En að taka hundinn
líka, þessa skrækjandi, upp-
þembdu ófreskju, þessa óskilj-
anlegu táknmynd, nei, til þess
treysti ég mér ekki. Ég hvarf á