Úrval - 01.12.1946, Side 28
26
tJRVAL
stofuna er komið og heyrnar-
tól upptökusímans er tekið af
gaflinum.
Ennfremur er hægt að nota
upptökusímann sem „dicta-
phone.“ Ritari yðar þarf ekki
annað en taka heyrnartækið
upp á venjulegan hátt. Einnig
má setja það á borðstofuborðið
og láta það taka upp allt, sem
sagt er. Og þótt ótrúlegt kunni
að virðast, hættir upptökuvélin
að starfa, ef hlé verður á ræðu-
höldimum eða tali manna, og
fer ekki af stað aftur fyrr en
mannsröddin heyrist að nýju.
Ef þér eruð að hlusta á tal-
skeyti yðar og hafið upptöku-
tækið á borðinu hjá yður, þrýst-
ið þér á hnapp auðkenndan „út“
þegar þér hafið hlustað á skeyt-
in, og er þeim þá tæknilega eytt
á sömu stundu. Ef þér aftur á
móti hringið einhvers staðar að<
en viijið eyða skeytunum, bíðið
þér unz þér hafið hlýtt á þau
og þér heyrið hljóðmerki,
sem táknar „búið.“ Þá segið
þér tvívegis „Út... út...“ og
galdrakarlinn, sem hefst við í
rafeindapípunni, hlýðir skipun-
inni strax.
Þessi nýi sími er nú kominn í
notkun í Sviss. Hann er ekki tii
sölu, en hefir verið settur upp S
vörugeymsluhús og skrifstofur,
og leigugjaldið er því sem næst
kr. 250.00 á mánuði; er það,
þegar hagnaðarins er gætt,
furðulega hóflegt gjald.
00^00
Þetta nœgöi.
Nonni litli var vel upp alirm drengur og hafði honum verið
kennt að segja: „Guð hjálpi þér,“ þegar einhver hnerraði.
Einu sinni kom föðurbróðir hans í heimsókn. Hann var mikið
kvefaður og hnerraði án afláts.
„Guð hjálpi þér,“ sagði Nonni við fyrstu kviðuna og eins við
þá næstu. En þegar sú þriðja kom, sagði hann: „Guð hjálpi þér
í allan dag. Nú eru strákarnir byrjaðir í boltaleikmun og ég verð
að fara."
oo
Við kvenfólkið tölum mikið, en þó segjum við ekki helming-
ínn af því sem við vitum.
— Lady Astor.