Úrval - 01.12.1946, Side 31
PALESTÍNUMENN
29
hornim til syndanna. Ef þú hlíf-
ir syni þínum við refsivendin-
um, meðan hann er ekki risinn
úr grasi, getur svo farið að
hann gefi þér langt nef, þegar
honum vex fiskur um hrygg.“
„Kannske hefir þú satt að
mæla, Jakob . . . kannske það.
En hvað um son þinn, ha?“
„Hvað um hann?“
„Lögreglan hefir enn á ný
verið að leita hans. Hvað hefir
hann nú gert?“
„Hann er enginn þjófur. Þú
veizt það.“
„Ekki þjófur — en morðingi
kannske . . .“
„Drottinn hegni tungu þinni.
Slundir þú kalla þann mann
morðingja, sem hreinsar sína
eigin ætt af illræðismönn-
um? . . . Hann er góður stríðs-
maður Israels, skal ég segja
þér.“
„En nú er sagt, að þessir
stríðsmenn ykkar hafi í hyggju
að taka með valdi hina helgu
dóma okkar í Jerúsalem, og þá
verður úthellt miklu blóði,
Jakob, það er eins víst og Allah
er uppi yfir mér. Það stendur
skýrum stöfum hér í blaðinu:
„Júðarnir undirbúa árás.“
„1 blaðinu? Huh . . . Blöðin
ljúga.“
„Já, réttt er það. En sjáirðu
brydda á úlfi, eru fleiri í nánd.“
„Heldur þú, gamli kjáni, að
sonur minn vilji sölsa undir sig
nokkuð það, sem ykkar er?“
„Hvern mundi hafa grunað,
að sonur minn yrði ógiftur á
tuttugasta-og-fimmta aldurs-
ári ? Þetta er unga fólkið og nýi
tírninn, Jakob, unga fólkið og
nýi tíminn . . .“
Viðræðumar hljóðna. Rökkrið
verður að myrkri, og fyrstu
stjörnurnar sindra yfir húsþök-
um borgarinnar og öldungunum
tveimur, Abraham og Jakob.
Þeir rísa á fætur, taka stóla
sína með sér og rölta inn í búðir
sínar. Von bráðar koma þeir
aftur út, draga niður bárujárns-
hlífar fyrir glugga og dyr, læsa
þeim á hliðunum og leggjast svo
á knén, til þess að ganga eins
frá þeim að neðanverðu. Þeir
standa upp. Jakob dustar rykið
af föturn sínum, með höndunum.
Abraham gefur honum hýrt og
kankvíslegt auga. Þeir rangla
af stað heimleiðis, í áttina til
Jaffa, þar sem austurlenzkir
Gyðingar hafa búsett sig inni
í rniðju Arabahverfinu.
„Ég sagði áðan,“ verður
Abraham að orði, „að lögreglan
hefði verið að spyrja mig, hvort