Úrval - 01.12.1946, Síða 45

Úrval - 01.12.1946, Síða 45
HARI POGO OG MANNÆTORNAR. 43 sömu lífskjör og þeir, borðaði engisprettur, lirfur og mauk- soðnar kokoshnetur. 1 nálega hálfa öld hafði hann barist við fáfræði, mannát og veikindi. Trúboði, málfræðingur, orða- bókarhöfundur og góður hirðir fyrir hina dökku Suðurhafs- malaja, ailt þetta og meira er litli maðurinn, sem hinir inn- fæddu kalla Hari Pogo. Hans rétta nafn er Charles Elliot Fox og hann er að nafn- bót meistari og doktor í bók- menntafræði frá háskólamun í Nýja-Sjálandi. Þegar á unga aldri sneri Charles Fox bakinu við þægindum menningarinnar. Hann tileinkaði sér bræðralags- hugsjónir og strengdi þess heit, að lifa í hófsemi og fátækt. Haim sigldi til hinna óþekktu eyja Suðurkyrrahafsins, þar sem mannætur bjuggu. Suðurhafsmalajar eru vöðva- rniklir menn og grimmdarlegir útlits. Nálega allir hafa ó- freskjulegar myndir tattoverað- ar á andlit og brjóst, og skreyta sig með hálsfestum úr hundstönnum eða mannstönn- um. Þeir lita hárlubba sína með Peroxid, sem þeir kaupa af sjó- mönnum, svo að á stríða, hrokkna háríð slær eldrauðum litblæ. Að mæta svona manni skyndilega við bugðu á skógar- stíg, manni með lograuðan hár- lubba og með rauðan safa betel- hnotunnar lekandi út úr munn- vikunum, getur komið blóðinu til að storkna í æðmn manns. Charles Fox sigraði Suður- hafsmalaja með því að lifa eins og einn af þeim. Vopnlaus og án allrar gæzlu var hann fluttur til eyjarinnar San Christobal, þar sem „hausaveiðarar" höfðu lengi haldist við, af vingjam- legum íbúum annarar eyju. Þeir settu hann á land í myrkri og héldu svo á braut í skyndi. Á þeim tímum mátti svo að orði komast, að hver sem vog- aði sé þangað, biði sig blátt áfram í hauskúpusafnið. Fox bar lítinn böggul með meðulum og dálitlu af mat, og labbaði síðan rólegur og brosandi til hins grimmasta mannætukyn- flokks á suðurhafseyjum. Með því að horfa á manninn skilur maður að nokkru leyti hvemig hann slapp lifandi. í andliti hans speglaðist hóg- værð hugans, góðvild og inni- leg meðaumkun. Sjálfur gefur hann aðra skýringu. „Ég var ekkert nema beinin," skríkti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.