Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 51
Sjöfcngir og áífcrssðjr karhir oru „nýsveiuar"
i verbsmiðju Ed-vvards Jjevys.
öld ungar óskast í vinnu.
Greia úr „Magazine Digest“,
eftir Leonard Allen.
17'G er að vísu kominn af
,, yngsta skeiði,“ sagði grá-
hærði maðurinn, „en ég vil
gjaman fá atvinnu. Ég er viss
nm, að ég get unnið fullt verk,
þrátt fyrir aldurinn."
„Hvað ertu gama,ll?“, spurði
Edward D. Levy.
„Ég er fimmtíu og sjö.“
Levy horfði hugsandi á um-
sækjandann. „Já, aldurinn er
ekki sem beztur,“ samsinnti
hann — og sá manninum bregða
við orðin. Síðan bætti hann við
til skýringar, þegar atvinnu-
leysingiim bjóst til að fara. „Þú
ert of ungur.“
Gráhærði maðurinn sneri sér
við og staðnæmdist að nýju
framan við skrifborð forstjór-
ans, skjálfandi ai reiði. „Ellin
er ekkert gamanmál," sagði
hann.
„Þú misskilur mig,“ svaraði
Levjn „Ég sagði að þú værir of
ungur, og ég meina það. Einasta
aldurstakmörkunin hér hjá okk-
ur er sú, að verkamaðurinn sé
ekki yfir áttrætt, þegar hairn
byrjar. En aftur á móti er ekk-
ert því til fyristöðu, að sá, sem
einu sinni er kominn hér að,-
haldi áfram vinnu sinni fram-
yfir áttræðisaldur — enda er
það svo um suma menn okkar.“
Fimmtíu og sjö ára gamli
maðurinn fékk vinnuna, þrátt
fyrir ,,ungdóm“ sinn. Ilann
hafði nefnilega meðmæli á öðx-u
sviði — sem sé þau, að honum
hafði verið sagt upp fyrra starfi
sínu, fyrir aldurssakir. 1 dag er
hann starfandi sem verkstjóri í
þessari verksmiðju öldunganna.
Með því að gefa gömlu mönn-
unum tækifæri til starfs, hefir
verksmiðja Edvards Levys
meira en fjórfaldað afköst sín
og starfsmannahóp, á sex áram.
Nú hefir þessi verksmiðja í
New Jersey — Smoking Pipes,
Inc., heitir hún — 115 manns í