Úrval - 01.12.1946, Page 52
50
ÚRVAL
vinnu og framleiðir 12000
reykjapípur á degi hverjum.
Levy er sjálfur 67 áraaðaldri,
en hann er samt miklum mun
unglegri. Andlit hans er
hrukkulaust, og í vöngunum er
aðeins lítil, hæruskotin rönd.
Fyrir sjö árum hafði hans setzt
í helgan stein, eftir hálfrar ald-
ar starfsemi í þágu iðnaðarins.
Hann byrjaði að vinna átta ára
gamall. Síðustu tvo áratugi
þess starfstímabils hafði harni
verið framkvæmdarstjóri fjög-
mrra iðnfyrirtækja, eins á fæt-
ur öðru.
Levy settist nú að um kyrrt,
hugði gott til næðisins á elliár-
unum og reyndi að njóta hvíld-
arinnar. En iðjuleysið þjakaði
hann meir en nokkur erfiðis-
vinna hafði áður gert. „Ég fór
að hugsa um, hvort ekki myndi
vera líkt ástatt um aðra menn,
sem komnir eru á efri ár. Ég
furðaði mig á, hvað yrði um
þá, sem eru reknir úr vinnu
sinni fyrir aldurssakir, og
hvernig þeim myndi verða við,
ef einhver gæfi þeim tækifæri á
nýrri atvinnu.“
Ákefðin við að „létta af sér“
hvíldinni veitti honurn svar við
þessum spumingum. Hann vildi
taka að sér einhvem minnihátt-
ar atvinnu- eða viðskiptarekst-
ur. Hversvegna ekki einhverja
starfsemi af léttara taginu,
hugsaði hann, eitthvað, sem er
sérstaklega við hæfi eldri
manna ?
1 New York-fylki datt hann
ofan á litla reykjapípuverk-
smiðju, sem á síðastliðnum sex
árum hafði ekki tekizt að rífa
sig upp úr smæð sinni. En Levy
karlinn smelti sér á hana tii
kaups og greiddi fyrir hana
„með peningum, sem ég hafði
efni á að tapa,“ eins og hann
sjálfur segir. Hann breytti
nafni verksmiðjunnar í „Smolc-
ing Pipes, Inc.,“ endumýjaði
áhöld hennar og flutti hana tii
smábæjarins Paterson, sem er í
hæfilegri fjarlægð frá hinum
miklu iðnaðarhéruðum í norður-
hluta New Jersey. Harni hefir
bækistöð sína í ósjálegu horn-
húsi úr rauðum múrsteini, og
þarna framleiðir hann ódýrar
reykjarpípur af meðalgæðum,
með dágóðum hagnaði. Og sam-
hliða rekur hann svo óbeinlínis
tilraunastofu til rannsókna á
sjálfu manneðlinu!
Edward Levy ræður aldreí
unga menn til vinnu, séu rosknir
starfsmenn fáanlegir. Hann fær
atvinnuumsækjandanum eina