Úrval - 01.12.1946, Page 59
YFIRBURÐIR HVlTA KYNSTOFNSINS
heila, hjarta, lungu og tauga-
kerfi. Trú og vísindi eru orðin
samdóma um það, að allir menn
séu meðlimir einnar fjölskyldu
af sama holdi og blóði. Vísindin
staðfesta hina miklu trúar-
kenningu um að allir menn séu
bræður.
Þetta er staðreynd. En samt
sem áður er trúin á mismun-
inn mjög rótgróin og útbreidd.
Heilinn er t. d. mismunandi
stór. Er það þýðingarmikið
atriði ? Eskimóar hafa hlutfalls-
lega stærstan heila miðað við
líkamsstærð. Japanir hafa hlut-
fallslega stærri heila en hvítir
menn. Einn af minnstu heilum,
sem vísindamönnum er kunnugt
um, var heili hins mikla sniil-
ings — Dantes. Fávitar hafa
oft stærsta heila.
Mismunur á litarhætti er eitt
af þýðingarmestu einkennum
kjmþáttana. Hvíti kynþátturinn
er nefndur „Kákasuskynið," af
því að mannfræðingar töldu
fólk, sem lifði í Kákasusfjöllum,
bera megineinkenni ,,hvítra‘;
manna. Hvað eigum við þá
að segja um hina loðnu Ainus-
menn, en 16 þúsund þeirra búa.
á nyrstu Japanseyjum? Þeir
eru af hvítu kyni. En þeir eru
á svo lágu menningarstigi, að
5T
það veldur Japönum erfiðleik-
um. Þeir þvo sér t. d. aldrei, af
því að þeir halda, að þeir geti
byggt brú milli himins og jai'ð-
ar úr lyktinni.
Þá er það mismunur blóðsins.
Getum við ekki byggt stolt
okkar á honum? Það eru til
fjórir blóðflokkar, A, B, AB og
O. Allir þessi flokkar finnast
með öllum kynþáttiun. Hér er
ekki um neinn mismun að ræða!
„En,“ segir sá, sem trúir á
mismun kynþáttanna, „það er
geysimikill munur á afrekum
hinna ýmsu kynþátta.“ Það er
rétt að athuga þessa fullyrðingu
nánar.
Mannfræðingurinn T. T. VVat-
erman hefir birt skrá yfir
fyrstu tilkomu vissra uppfin-
inga. Koparinn, brcnzið, hveit-
ið, plógurinn, stafrófið, gleriðog
múrsteinninn eru arfleifð frá
hinum f ornu Egyptum. Hjólið og
vogin eru upprunnin hjá Sum-
erum, en skráð lög, peningar og
steinboginn komu frá Babylon-
mönnum.
Assyriumenn tóku upp notk-
un baðmullar, banka og póst-
kerfis. Stjörnufræðina erfðum
við frá Kaldeum, og ennfremur
vikutalið og gráður hringsins.
Frá Persum fengum við ein-