Úrval - 01.12.1946, Síða 66
Margt er einliennilegt
í «l.ýranna rílö.
Skilningarvit dýranna.
Grein úr „The Reader’s Digest“,
eftir AJan Devoe.
"jl/|ARGAR af furðulegum
"*• athöfnum dýranna eiga
rót sína að rekja til hinna ótrú-
lega næmu skilningarvita
þeirra. Þrátt fyrir alla skyn-
serni okkar mannanna, virðast
dýrin oft hafa „vit“ um fram
okkur, og það eiga þau að þakka
hinum afar næmu skynjunum
sínum. Allir vita hvað flestir
menn eiga bágt með að gizka
rétt á hvað tímanum líður, ef
langt er síðan þeir hafa litið á
klukku. Nákvæmar tilraunir
enskra vísindamanna hafa sýnt,
að býflugur, sem eru fóðraðar á
ákveðnum tíma, læra mjög fljótt
að koma heim á réttum tíma,
þótt þær séu á sveimi langt út
í haga. Þær koma sjaldan meira
en 2—3 mínútum of snemma
eða of seint. Jafnvel þótt bý-
flugurnar séu svæfðar í nokkr-
ar klukkustundir, gleyma þær
ekki að fara heim á réttum mat-
málstíma.
Flest okkar láta a. m. k. eina
fulla teskeið af sykri í kaffi-
bolla. Ef við notuðum mikið
minna, mundum við varla finna
nokkra breytingn á kaffinu.
Menn geta alls ekki orðið varir
við sykur, ef hann nemur ekki
a. m. k. einum tvöhundruðasta
hluta. Flugurnar eru miklu
næmari á sykurinn. Sumar teg-
undir þeirra verða hans varar
þótt sykurmagnið nemi ekki
meira en 1 á móti 40 000. Þó
virðast flugurnar sjálfar vera
sljóvgar í samanburði við marg-
ar fiðrildategundir, sem hafa
sannað, að þær geta greint syk-
urinn þótt hann sé ekki nema
1 á móti 300000 hlutum.
Franskur náttúrufræðingur
hefir sannað hið ótrúlega þef-
næmi fiðrilda með nokkrum til-
raunum. Hann komst að raun
um, að karldýr sérstakrar
fiðrildategundar gátu greint
lyktina af kvendýrinu þótt það