Úrval - 01.12.1946, Page 67
SKILNINGARVIT DÝRANNA
væri í hálfs annars kílómetra
fjarlægð frá þeim. En hins veg-
ar getur ekkert mannlegt nef
greint þessa lykt þótt fiðrild-
inu sé haldið upp að því. Og þó
er ekki nema hálfsögð sagan af
lyktnæmi karlfiðrildanna, þau
geta líka greint hvort kven-
fiðrildið hefir haft mök við önn-
ur karlfiðrildi!
Menn taka yfirleitt ekki eftir
hitabreytingum í umhverfi sínu,
nema munurinn nemi nokkrum
stigum. En sum villidýr hafa
afar næma hitaskynjun. Vís-
indamenn í ameríska náttúru-
sögusafninu hafa gert tilraunir
með nöðrur, sem tilheyra orma-
ætt er nefnist „holu-orma“
ættin, en nafnið draga þær af
holu eða dæld, sem þær liafa
framan á hausnum. Þessi hola
er hitaskynjunartæki naðranna.
Margar tilraunir voru gerðar
með þeim hætti, að ljósaperur,
sem voru nákvæmlega eins,
nema hvað önnur lítið eitt heit-
ari en hin, voru látnar síga i
strengjum niður til naðranna.
Það kom í ljós, að nöðrurnar
réðust alltaf á heitari peruna.
Vísindamennirnir minnkuðu
hitamismun peranna smám
saman. En aldrei brást, að nöðr-
urnar réðust á heitari peruna,
m
þótt hitamismunurinn væii
kominn niður í y5 úr einu stigi
á Celeius.
Vísindamennirnir tóku núupp
á því að reyna frekar hita-
skynjun naðranna með volgurn
skrokkum af dauðum músum.
Bundið var fyrir augu naðranna
og troðið upp í nasirnar. Mýs
eru uppáhaldsfæða þessara
naðra, og nú áttu þær að reyna
að finna músarskrokkana með
hitaskynjuninni einni saman.
Nöðrurnar gátu ekki aðeins
fundið hitann frá músunum í
meiri f jarlægð en nokkur mað-
ur, heldur gátu þær líka orðið
varar við hitann þótt f jarlægðin
væri svo mikil, að nákvæmustu
hitamælar vísindamanna sýndu
enga breytingu.
Þegar rauðbrystingar hoppa
á túnunum í leit að ánamöðk-
um, stanza þeir við og við og
standa graf kyrrir og halla undir
flatt eins og þeir ætli að virða.
jarðveginn enn betur fyrir sér.
En fuglafræðingar hafa sann-
prófað, að þá eru þeir raunar að
hlusta eftir hreyfingum orm-
anna niðri í moldinni. — Hinar
blindu moldvörpur hafa líka
framúrskarandi góða heym og
beita henni til að finna skordýr-
in, sem þær nærast á. Mold-