Úrval - 01.12.1946, Page 67

Úrval - 01.12.1946, Page 67
SKILNINGARVIT DÝRANNA væri í hálfs annars kílómetra fjarlægð frá þeim. En hins veg- ar getur ekkert mannlegt nef greint þessa lykt þótt fiðrild- inu sé haldið upp að því. Og þó er ekki nema hálfsögð sagan af lyktnæmi karlfiðrildanna, þau geta líka greint hvort kven- fiðrildið hefir haft mök við önn- ur karlfiðrildi! Menn taka yfirleitt ekki eftir hitabreytingum í umhverfi sínu, nema munurinn nemi nokkrum stigum. En sum villidýr hafa afar næma hitaskynjun. Vís- indamenn í ameríska náttúru- sögusafninu hafa gert tilraunir með nöðrur, sem tilheyra orma- ætt er nefnist „holu-orma“ ættin, en nafnið draga þær af holu eða dæld, sem þær liafa framan á hausnum. Þessi hola er hitaskynjunartæki naðranna. Margar tilraunir voru gerðar með þeim hætti, að ljósaperur, sem voru nákvæmlega eins, nema hvað önnur lítið eitt heit- ari en hin, voru látnar síga i strengjum niður til naðranna. Það kom í ljós, að nöðrurnar réðust alltaf á heitari peruna. Vísindamennirnir minnkuðu hitamismun peranna smám saman. En aldrei brást, að nöðr- urnar réðust á heitari peruna, m þótt hitamismunurinn væii kominn niður í y5 úr einu stigi á Celeius. Vísindamennirnir tóku núupp á því að reyna frekar hita- skynjun naðranna með volgurn skrokkum af dauðum músum. Bundið var fyrir augu naðranna og troðið upp í nasirnar. Mýs eru uppáhaldsfæða þessara naðra, og nú áttu þær að reyna að finna músarskrokkana með hitaskynjuninni einni saman. Nöðrurnar gátu ekki aðeins fundið hitann frá músunum í meiri f jarlægð en nokkur mað- ur, heldur gátu þær líka orðið varar við hitann þótt f jarlægðin væri svo mikil, að nákvæmustu hitamælar vísindamanna sýndu enga breytingu. Þegar rauðbrystingar hoppa á túnunum í leit að ánamöðk- um, stanza þeir við og við og standa graf kyrrir og halla undir flatt eins og þeir ætli að virða. jarðveginn enn betur fyrir sér. En fuglafræðingar hafa sann- prófað, að þá eru þeir raunar að hlusta eftir hreyfingum orm- anna niðri í moldinni. — Hinar blindu moldvörpur hafa líka framúrskarandi góða heym og beita henni til að finna skordýr- in, sem þær nærast á. Mold-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.