Úrval - 01.12.1946, Page 68
tíRVAL,
-66
varpan liggur kyrr niðri í
dimmum jarðgöngum sínum og
heyrir jafnskjótt, ef eitthvert
skordýr álpast inn í göngin,
jafnvel f jarlægan hluta þeirra.
Tilraunir hafa sýnt, að hund-
ar hafa afar góða heyrn. Flestir
hundar geta heyrt ganghljóð í
vasaúri í 40 feta fjarlægð, en vel
hejrandi maður getur varla
beyrt það í 4 feta fjarlægð.
Hundar lifa með öðrum orðum
í heimi, þar sem öll hljóð heyr-
ast tíu sinnum skýrar en við
heyrum þau.
Náttúrufræðingar og skógar-
Mar hafa löngu sannfærzt um,
að dýr geta „fundið á sér“ og
„skynjað" ótrúlegustu hluti.
Vísindamenn hafa uppgötvað,
að rákin, sem liggur eftir endi-
löngum síðum allra fiska, hefir
í sér afar smá tæki til að mæla
þrýsting vatnsins. — Þótt
vatnafiskar syndi hratt upp
myrkar ár, rekast þeir aldrei á
kletta eða steina á botninum,
af því að þeir „finna á sér,“
þegar þeir nálgast.
Við getum ekki einu sinni
ímyndað okkur hinn furðulega
skynheim, sem jafnvel lítilmót-
legustu sniglar lifa í. Segja má.
að sníglar „sjái“ með öllum lík-
ama sínum. Þótt þeir séu sviptir
augunum, eru þeir svo ljósnæm-
ir, að þeir finna „snertingu“
skugga, sem fellur snöggvast á
líkama þeirra, og draga sig þá
saman.
FuUkomnar tölur.
Sú tala er fullkomin, sem fæst með því að leggja saman allar
tölur, sem ganga upp í henni, aðrar en hana sjálfa. T. d.: 6=
1+2+3 og 28=1+2+4+7+14. Hinar fullkomnu tölur eru afar
fáar, eða aðeins fimm í fyrstu miljóninni. Þær eru þessar: 6,
28, 496, 8128 og 120816.
£
Verkfræðingnum, sem byggði hengibrú yfir Niagara-fossinn,
veittist erfitt að koma fyrsta strengnum yfir. Hann bauð þá fimm
dollara verðlaun þeim, sem gæti látið flugdreka fara yfir fossinn,
og tókst það fljótlega. Flugdrekalínan var þá látin draga aðra
línu gildari og þannig koll af kolli, imz fyrsti strengurinn var
kominn. Þá var bjöminn unninn.