Úrval - 01.12.1946, Side 72
Sm&tfc og sm&tt þokar
þekbingmmi fram.
Leyndardómur rauðu risastjarnanna.,
Grein úr „The American Weekly“,
eftir Ro'oert D. Potter.
rpVlSTIRNI — önnur stjarna
innan í hinni — er nýjasta
kenning stjarnfræðinnar til að
skýra hveraig rauðu risastjörn-
umar skapa sitt daufa rauðleita
ljós.
Vísindamenn hafa álitið
rauðu risastjömumar vera
„ungar“ stjörnur, sem smám
saman verða ljósari eftir því
sem þær eldast og nálgast það
að verða „fullorðnar", eins og
sólin.
Stjamfræðingar héldu að
rauðu risastjörnumar drægjust
saman hægt og hægt og hitn-
uðu við það. Um leið og þær
minnka, hitna þær og gefa frá
sér meiri birtu og samtímis
breytist litur Ijóssins frá rauðu
yfir í Ijósgult.
Á þriðja stiginu í þróxm
stjörnunnar heldur þessi breyt-
ing áfram og Ijósið verður blá-
hvítt. Á lokastiginu eru stjöm-
urnar orðnar að „hvítum dverg-
um,“ smáum stjömum með
geypilega eðlisþyngd.
Þannig var álitið að þróun
stjamanna væri, þar til fyrir
skemmstu. Nú eru stjörnufræð-
ingar ekki jafnvissir um þetta.
og þeir voru.
Ástæða þessarar óvissu er ný
tilgáta dr. Donald M. Menzels,
amerísks stjörnufræðings við
Harvard stjömutuminn. Þessi
kenning hans var sett fram á
fundi í amerísku vísindafélagi í.
ár.
Samkvæmt þessari tilgátn
era rauðu risastjömumar
þannig gerðar, að innsti kjarn-
inn er heit, mjög samanþjöppuð
stjarna, hulin þykkum lofthjúp.
Allt, sem hægt er að sjá af
stjömunni með stjörnukíki, er
yzta „skel“ hennar, sem skín
sínu einkennilega daufa, rauða
ljósi. Jafnvel stærstu stjörnu-
sjár jarðarinnar komast ekki
inn úr þessari skel.