Úrval - 01.12.1946, Side 82
80
ÚRVAL
að ég er ekki eins þreytt og tii-
finningar mínar ekki í eins
rniklu uppnámi og fyrr.
Eldri foreldrar eru venjulega
orðnir svo vel stseðir fjárhags-
iega, að þeir hafa efni á að hafa
hjálparstúlku. Taugaveiklun
ungra mæðra stafar oft af of-
þreytu við heimilisstörf.
Ég hafði alltaf heyrt það
sagt, að ömmumar spiltu böm-
unum með dekri. Ég, sem var
komin á ömmualdur, fór að
velta því fyrir mér, hvort ég
myndi haga mér þannig. En ég
dekra alls ekki mikið við bamið.
Synir mínir eru svo stoltir
af því, að það er eins og þeir
hafi átt hugmyndina sjálfir.
Pabbinn hefir mikið dálæti á
þessum unga syni sínum. Hann
leikur sér svo mikið við hann á
kvöldin, að ég mæli með slíkri
bamkomu á heimili, þar sem
húsbóndinn er orðinn miðaldra
cg er haldinn eirðarleysi, eins
og oft vill verða.
Ég er þó ekki að halda því
fram, að engar hættur eða
óþægindi séu því samfara, þeg-
ar miðaldra kona fæðir barn.
Dánartala fæðandi kvenna
evkst í hlutfalli við aldur þeirra,.
Og eðlilega eru meiri líkur til
þess að eldri konur hafi fengið
ýmsa sjúkdóma og veiklazt,
heldur en hinar yngri.
Enda þótt andvana fæddum
börnum fjölgi í hlutfalli við
aldur móðurinnar, er þessí
hætta þó mjög í rénun, því að
keisaraskurður er orðinn tals-
vert algengur.
Sagt er að það tef ji fyrir tíða-
brigðum, er miðaldra konur eiga
börn. En dr. Marie Stopes held-
ur því fram, að slíltar fæðingar
„gerist hjá seinþroska og lang-
lífum konum, og valdi engum
töfum á tíðabrigðum11 — og
þetta virðist vera eðlileg
ályktun.
Hvort frjósemitímabil kvenna
lengist við slíkar fæðingar á
miðjum aldri eða ekki, skal látið
ósagt hér, en um hitt eru allir
sammála, að það yngi konur að
eignast börn. Ég býst ekki við
að sérfræðingar í fæðingarhjálp
myndu ráðleggja að leika eftir
frönsku konunni, sem fæddi son
þegar hún var 83 ára görnul, en
það er með öliu ástæðula.ust
fyrir konu að vera óttaslegin,
þó að hún verði þunguð og sé
orðin fertug eða rámlega það.