Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 88
ÞETTA VARÐAR MESTU
I^ETTA var síðasta samveru-
Jv kvöldið þeirra. Á morgun
varð Clive að halda til herdeild-
ar sinnar í nágrenni London, og
Prudence, sem var klædd
einkennisl3Úningi Hjálparsveita
kvenna, var að fara til herbúða
sinna hjá Gosley.
Það virtist ótrúlegt nú, að þau
hefðu hitzt í fyrsta sinn fyrir
tæpum hálfum mánuði. Þetta
höfðu verið skyndikynni, þau
höfðu hitzt að loknum söngleik
— hjálparsveitarstúlka og her-
maður í leyfi — og það gegndi
furðu, hve samrýmd þau voru
orðin, eftir svo fáa daga. En
stríðið breytti mörgu og mörg-
um. Jafnvel smáþorpið á suður-
ströndinni, þar sem þau voru
stödd, fór ekki varhluta af
ófriðinum. Það hafði verið gerð
loftárás og önnur árás gat
skollið yfir þetta kvöld.
Monty — sem hafði barizt í
Frakklandi með Clive — hafði
komið með lestinni frá London,
og þau höfðu snætt saman í
þorpskránni. Eftir að Monty var
farinn, varð Clive dapur í skapi.
Þau sátu kyrr, þar til kránni var
lokað; þá stóðu þau upp og
héldu út í náttmyrkrið. Öll ljós
voru byrgð. Prudence greip í
arm Clives.
— Þetta var ágætis skilnað-
arveizla, sagði hún.
— Já, svaraði hann.
— Monty var svo hátíðlegur,
sagði hún. — Hann var alltaf
að klifa á þessu sama: Það
skiptir engu, hvað hann kann að
segja — betri hermaður en Clive
komst ekki undan frá Dunker-
que. Hvað átti hann við?
— Hvernig ætti ég að vita
það?
— Bjóst hann kannske við,
að þú myndir segja mér frá ein-
hverju hræðilegu leyndarmáli?
Hann gekk þögull um stund.
Hann sagði við sjálfan sig: Nú
er stundin komin. Það er engin
undankoma. Bezt að ljúka því
af strax . . .
— Kann átti við — ég sagði
honum frá því í dag — ég fer
ekki aftur í herinn.
Rödd hans var róleg og blátt
áfram. Stúlkan varð forviða;
hún skildi hann ekki.
— Ferðu ekki aftur? Hvert?
— Ég fer ekki aftur í herinn,
þegar leyfi mitt __ er útrunnið,
sagði hann. — Ég fer aldrei
þangað aftur. Það er ailt og
sumt.
— Heyrðu mig, Clive. Þú ert
að gera að gamni þínu. Ætlar
þú að gerast liðhlaupi?