Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
hefi lifað í 27 ár, og ég held að
það muni taka jafn mörg ar að
skýra þér frá ástæðmmi. Ég vil
ekki segja þér frá henni, því að
ég vil ekki fremur eyðileggja trú
þína en ég vildi ræna þriggja ára
bam trú sinni á jólasveininn.
— Ég er ekki þriggja ára
bam.
— Ég rökræði ekki við þig.
Við skulum gleyma þessu.
Hann tók utan um hana og
hún sat grafkyrr.
— Clive, sagði hún allt í einu.
Þú ert ekki raggeit. Mér leiðist
að ég skyldi kalla þig það. Ég
veit, að þú ert það ekki. Enda
þótt Monty hefði ekki sagt mér
frá því, þegar þú lézt annan
mann fá bátsrúmið þitt hjá
Dunkerque, þá hefði eg vitað, að
þú ert ekki raggeit. Ég fann það
á mér. Þess vegna get ég ekki
skilið þig. Segðu mér ástæðuna.
Hann starði út í myrkrið.
— Ég er ekki að þrátta,
Clive. Mig langar að skilja þig.
— Ég veit það.
— Ætlar þú þá að segja
mér . . .
— Já, ég skal reyna. Hann
þagnaði og það var eins og hann
ætti erfitt með að byrja.
— Sjáðu til, sagði hann loks.
Þú manst eftir að Monty sagði,
að allir menn gætu sætt sig við
að deyja, ef þeir sæu einhvem
tilgang í því.
— Já.
— Það er sannleikur. Við
vomm fúsir að fara til Frakk-
lands og deyja þar. Ekki nein-
um hetjudauða, eins og kallað
er. En við höfðum velt þessum
möguleika fyrir okkur, og við
vorum tilbúnir. Nú er ég kom-
inn á þá skoðun, að það sé ekk-
ert vit í slíku. Ég er ekki lengur
fús til að láta drepa mig. Þannig
liggur í málinu.
— En það hefir ekkert
breyzt, Clive. Við vorum ekki
sigruð í Frakklandi! Ef þú viss-
ir hvað við emm hreykin af ykk-
ur hermönnunum, sem börðust
við Dunkerque. Það var ekki
fiótti . . .
— Nei, ég á ekki við það.
Þegar við fómm til Frakklands,
trúðum við á eitthvað. En þegar
við komum til baka, vissum við,
að þetta sem við trúðum á, var
ekki rétt. Við áttum að deyja,
ekki fyrir réttiætið, heldur fyiir
þá, sem voru blindir, klaufskir
og sjálfselskir.
— En Clive, hver gat séð
þetta fyrir?
— Hlustaðu nú á mig — og
gleymdu því aldrei. Við vorum
vopnaðir rifflum, byssustingj-
um, vélbyssum og fallbyssum —
það er ekki nema satt. En hann
hafði skriðdreka — þúsundum
saman. Og þúsundir flugvéla.
Og vélaherdeildir. Og það sem
mest var um vert — nýja og
fullkomna hertækni. . . . Hvers
vegna var okkur att gegn slíku
ofurefli? Höfðu foringjar okkar
ekkert lært af óförum Póllands?
Jú, þeir sögðu við sjálfa sig:
„Pólverjarnir — hvað er að
miða við þá; — þeir eru á eftir