Úrval - 01.12.1946, Side 92
90
TjR VAL
okkur. Og stjómarvöldin hafa
verið duglaus og rotin, óttast
allar þjóðfélagsbreytingar og
óttast uppreisn verkalýðsins.
Það eru þau, sem eru sek — sek
— sek!
— En Clive, hrópaði hún.
Sérðu ekki, að við verðum að
berjast! Setjum svo, að þú hafir
rétt fyrir þér — verra væri þó,
ef Hitler sigraði.
— Þarna kemur það, Pru-
dence. Þetta er spurningin, sem
kvelur mig. Gæti það oroið
verra og skammarlegra, ef Hitl-
er sigraði?
— Þú getur ekki efast! Hug-
leiddu Gyðingaofsóknimar, alla
grimmdina . . .
— Eg neita ekki grimmdinni
og ofsóknunum. En Hitler hefir
líka byggt upp. Hann hefir af-
numið atvinnuleysið. Hann hefir
gefið þjóð sinni von, og það er
meira en leiðtogar okkar hafa
gert.
— Viltu þá að Nazistar kom-
ist til valda hér? — Hann fann
viðbjóðinn og fyrirlitninguna í
rödd hennar.
— Ef bágstöddu svæðin og
fátækrahverfin í borgum okkar
er sama sem lýðræði — já!
— Eg get ekki trúað því, að
þú meinir þetta. Þú ert bara að
þrátta. Það mundi þýða upp-
gjöf frelsisins!
— Prue, maður er fús til að
láta lífið fyrir frelsið, án þess
að mögla. En þegar börnin
manns svelta, þá er maður
reiðubúhm að skipta á því og
einum brauðhleif og kalla það
góð kaup.
— Ég vil bæði frelsi og
brauð.
— Það geri ég líka. En lýð-
ræðið í Bretlandi hefir undan-
farin ár verið að knýja okkur til
að velja, hvort við vildum.
— Eg, sagði hún, — myndi
berjast fyrir hvorutveggja, þar
til yfir lyki.
— Þú veizt ekki, hvað það er,
að berjast til þrautar, svaraði
hann. Við höfum enga banda-
menn — við stöndum einir uppi.
Við getum ekki farið með her
yfir á meginlandið og barizt þar.
Ef óvinurinn getur ekki sigrað
okkur með loftárásum, getur
hann ekki komið her sínum á
land hér. Hugsaðu þér, hvað
þetta þýðir! Stríðið verður þóf
— það hræðilegasta, sem komið
getur fyrir í ófriði. Báðir aðilar
munu reyna að svelta hinn í hel.
Skipum verður sökkt og að-
flutningaleiðir klipptar sundur.
Stríðið verðurlangvarandihung-
urdauði. Sprengjum mun rigna
yfir óvíggirtar borgir, þar sem
íbúarnir — konur og böm —
munu verða tætt sundur í kjöt-
flyksur; slík viðurstyggð mun
verða á vegi þínum, þegar þú
gengur um göturnar, að þú
munt líta undan af viðbjóði.
— Nei, nei, sagði Prue. Þeir
þora ekki að gera svona árásir.
Þeir vita, að við getum goldið í
sömum mynt.
— Heldur þú að þeir þori
ekki að gera loftárásir á okkur?