Úrval - 01.12.1946, Side 94
92
ÚRVAL
— Ég ætla að reyna að benda
þér á eitthvað. Ef einhver spyr
mig, hvað Bretland sé, verður
mér orðfall — það er ekki hægt
að lýsa því — það er eins og að
slíta sundur blóm til þess að
rannsaka það. En af því að það
ert þú, sem spyrð, þá ætla ég
að reyna að svara. . . . Ef ég
segði að það væri Shakespeare,
og stráþökin og landslagið, þá
myndir þú hæðast að mér. Ef ég
segði, að það væri Magna Carta
og þýðing þess: að geta talað
án ótta, að vita heimili sitt, hve
fátækíegt sem það kann að vera,
vera kastala sinn — þá myndir
þú hlæja, af því að þessar rök-
semdh* hafa oft verið færðar
fram áður. Ef ég segði að það
væri íþróttaandinn, maíblómin á
enginu, lævirkjarnir, svífandi
nm loftin blá, hæverskir lög-
regluþjónarnir á götuhorninu,
glaðlegt og hressilegt tal Lund-
únabúans, eða sú fair play til-
finning, sem við höfum gefið
heiminum — þá myndir þú líka
hlæja, því að það hefir svo oft
verið minnst á allt þetta. — Ef
ég reyndi að segja, að það væri
allt það, sem stolt og gleði
brezku þjóðarinnar byggist á —
væri ég einnig að tyggja upp
rnargendurtekin ummæli.
Hún þagnaði, en hélt síðan
áfram, og rödd hennar var ró-
legri en áður.
— Þú segir, að við höfum
haft slæma stjórnendur — ég
vil bæta því við, að þeir hafa
komið og farið. Þú gætir hlegið
að mér ef ég segði, að England
er í mínum augum það, sem ekki
verður snert eða þreifað á. Þú
gætir sjálfsagt sigrað mig í
rökræðu og eyðilagt það sem ég
á við — sem alltaf verður til —
eins og eilíft vor — eins og ást-
in. Það sem ég á við er ófor-
gengilegt og heldur áfram að
vaxa. . . . Eg get ekki sagt þér
frá því, ef þú getur ekki skynj-
að það út fyrir oi’ðin tóm. En
ég ætla að reyna að láta þig fá
sjónina, Clive! . . . Clive, Eng-
land, það erum við. Þegar þú
stóðst í sjónum upp í háls við
Dunkerque, þá varstu England.
England hjálpar hinum veik-
byggðari að komast i bátana, en
snýr sjálft til baka upp á strönd-
ina og ver sig með riffli gegn
steypiflugvél. Það er England.
Clive: Þegar ég nefni nafn Eng-
lands, hitnar mér um hjartaræt-
urnar. Þú verður að snúa við og
berjast fyrir þetta. Því að Eng-
land gefst aldrei upp — við
verðum aldrei sigruð — þó að
við yrðum öll að falla. Við gef-
umst ekki upp!
Svo þagði hún góða stund, og
hann rétti út hönd sína í myrkr-
inu og snerti hönd hennar.
— Ef England er þetta í
þínum augum, þá gleður það
mig, sagði hann. Ég vildi óska,
að ég væri sama sinnis, en ég er
það ekki.
— Hvers vegna ertu það ekki,
Clive? Þú hlýtur að geta haft
sömu skoðun og ég.
Nei, ég get það ekki. England