Úrval - 01.12.1946, Síða 98
ÚRVAL
Eftir það mataðist þú ávallt
úti — þú byggðir þér ofurlítið
byrgi úr kössum. Þú skreiðst
mn í það eins og dýr — borðað-
ir einn. Þú varst útrekinn úr
mannlegu félagi vegna ódauns-
ins. Þegar þú komst heim á
kvöldin, fórstu inn um kjallara-
gluggann, smeygðir þér úr föt-
usium og skolaðir af þér óþverr-
ann í tunnu, sem var baðkerið
þitt. Þú fórst í hrein föt, sem
móðir þín hafði hengt þarna
handa þér. Og þú varðst dálítið
stoltur vegna þessarar um-
hyggjusemi.
Hann sagði: Ég bjó til fjöl-
ritarasvertu. Snemma fékk ég
vinnu í sögunarmyllu, og . . .
— En lærðirðu þá ekki prent-
iðn? sagði hún. — Varstu rek-
inn?
Hann brosti.
— Eg hefi aldrei verið rek-
iim, Prue — aldrei nema þegar
fyrirtækið hætti störfum. En
það koma alltaf erfiðir tímar og
hlé eins og þú veizt.
— Og hvað tókstu svo fyrir?
Já, hvað gerði hann næst.
Hann vann við vélsög í sögunar-
myllu, í klæðaverksmiðju, í
koparsteypu; síðan var hann að-
stoðarmaður í matsölu og hjól-
hestaviðgerðarmaður. . . .
— Ég gerði sitt af hverju,
sagði hann, og var aldrei rekinn.
Þú sérð, að það er dálítið eftir
af lágstéttarstoltinu í mér enn.
Ég var aldrei rekinn. Ég hafði
alltaf góð meðmæli í höndum.
Meðmælin mín — þau voru nú
ekki af verri endanum . . .
Þú lærir að ná þér í vinnu. Þú
verður æfð í þessu mesta erfiði
af öllu erfiði — að ná þér í
vinnu. Vinna er vinna, en það
þarf sérstakt lag til þess að
hreppa hana. Þú lærir að kríta
liðugt — segir verkstjóranum
að þú sért þaulvön. Þegar þú
byrjar, líturðu kringum þig og
vinnufélagar þínir skilja þig
mætavel. Þeir kenna þér hand-
tökin, þegar verkstjórinn er
ekki viðstaddur. Ef þú ert fljót
að læra, gengur allt vel . . .
Ég hefi lagt á margt gjörva
hönd um dagana. Ég get lagt
raflagnir og vatnsleiðslur í hús,
verið loftskeytamaður á skipi,
gert við hjólhesta og allt mögu-
legt. . .
Þú heldur áfram að vinna og
skipta um störf og bíður eftir
tækifærinu mikla. Og allt í einu
býðst tækifærið; það er góð
staða á næstu grösum, verk-
stjórarnir eru þér hliðhollir og
þú ættir að geta krækt í hana,
ef —. Þá verður þér allt í einu
ljóst, hvernig lífið hefir leikið
á þig. Þú hefir ekki næga þekk-
ingu. Greind, áhugasemi og
dugnaður — það er ekki nóg.
Menntunin er óhjákvæmilegt
skilyrði. Þráin eftir menntun er
svo mikil, að þeir verða stórrík-
ir, sem reka skóla og auglýsa í
tímaritum: „Viltu verða loft-
skeytamaður, vélfræðingur? —
Þetta eru vellaunuð störf.
Skráðu þig á námsskeið okkar.