Úrval - 01.12.1946, Page 100
98
tíRVAL
iun litla drenginn, sem átti að-
eins eina hjólaskauta.
Hann fór að hlæja með henni.
— En hvað það er skrítið,
að þú skulir muna þetta eitt, af
öllu því, sem ég hefi sagt þér.
Það var nóg að eiga eina skauta.
Ef ég hefði átt tíu pör, hefði mér
ekki þótt eins gaman að þeim.
Þau voru þögul nokkra stund.
Svo sagði hann:
— Eitt verð ég að segja þér,
og það er skemmtilegra. Þekk-
irðu til manns, sem heitir Voll-
enbee?
— Ekki held ég það.
— Jæja, faðir þinn kannast
við hann, ef hann er læknir. Ég
hitti hann þegar ég va,n.n í véla-
verkstæðinu. Hann kom til þess
að láta srníða stykki í 1 jósmynda-
vél, sem hann var að búa til. Ég
fékk áhuga á þessu og vann
fyrir hann x frístundum mínum.
Þú veizt, að það þarf mikla ná-
kvæmni við slíka smíði. Ég
leysti verkið af hendi og hann
varð afar glaður. Hann bauð
mér að koma í félag við sig.
Volíenbee er nefnilega að finna
upp nýja smásjá — smásjá, seni
er svo fullkomin, að allar aðrar
smásjár verða úi-eltar saman-
borið við hana. Veiztu hvernig
srnásjá er gerð?
. — Já, ég hefi horft í smásjá
föður míns.
— Jæja, smásjá föður þíns
stækkar senniiega 2000 sinnum.
Það er venjuleg ljós-smásjá. Svo
eni til aðrar, kenndar við út-
fjólubláa geisla, sem stækka
5000 sinnum. En smásjá Voilen-
bees veldur byltingu á þessu
sviði — hún verður öreindasmá-
sjá. Hann hafði samband við
menn í Þýzkalandi, en ófriður-
inn eyðilagoi það. En til þess
að gera smásjána, verður að
smíða ákaflega nákvæma hluti
— og ég hefi sagt þér að ég er
handlaginn — og Vollenbee er
afar þolinmóður. Honum er vel
við mig. Ef honum heppnast
þetta, þá getur hann stækkað
hluti 250 þúsund sinnum. Smá-
sjá föður þíns stækkaði 2000
sinnum — þú sérð, hvað þetta
þýðir ?
— Já, það verður hægt að
rannsaka sjúkdóma . . .
— Það verður hægt að sjá
sóttkveikjur, sem við höfum nú
aðeins grxm um að séu til — og
ef til vill öreindir líka.
Iíún sagði:
— Clive . . . úr því að þú
hafðir þetta verk að vhma og
hataðir stríðið — hvers vegna
gekkstu þá í herinn?
— Eg hugsaði ekki svona þá,
Prue. Mig langaði að fara, eins
og hina. Við hugsuðum eins og
frjálsir menn. Við vildum berj-
ast, þegar Munchensamning-
arair voru gerðir. Við viidum
líka berjast þegar Tjekkósló-
vakía var hlutuð sundur. En nú
er mér ljóst, að það var of seint
— þeir ætla að asnast áfram í
þessu stríði eins og þeh* gerðu,
meðan fríður var. Ég held, að
það sé verið að spilla marloniði
þessa stríðs. Það gat aðeins orð-