Úrval - 01.12.1946, Side 106
104
ÚRVAL
— en ég trúi samt. Hver bjáni
getur trúað því, sem skynsemin
segir honum að sé óyggjandi.
Trú er sá eiginleiki að geta trú-
að út yfir skynsemina. Minnstu
þess — að þegar mannkynið fer
aftur að trúa — hverfa margir
erfiðleikar og vandamál leysast.
Kommúnismi og fasismi eru að-
eins rökrænar ályktanir. En
ályktanir trúarinnar munu leysa
þann vanda, sem þessar kenn-
ingar ráða ekki fram úr. Þetta
er það, sem þið leitið nú að. Þið
leitið að einhverju — einhverju
— til þess að trúa á. Þið eruð
að reyna að finna það á rökræn-
an hátt — það er einmitt það,
sem heimurinn er að gera. . . .
Hugsaðu ekki, drengur minn —
reyndu að finna til! Prófaðu til-
finningar þínar, ekki skynsem-
ina. Ef þú gerir það, er vanda-
mál þitt úr sögunni. Þú ferð aft-
ur til herdeildar þinnar — hvar
sem hún er.
— Það var ung stúlka, sem
sagði þetta — og hélt að . . .
Clive hallaði höfðinu upp að
veggnum og leit undan.
— Ég sé eftir að ég skyldi
tala svona áðan.
Hann reikaði burtu, en prest-
urinn kallaði á eftir honum.
Hann staðnæmdist við dymar,
en leit ekki við. Hann heyrði
rödd prestsins.
— Guð veri með þér. Ég —
ég skal biðja fyrir þér.
— Já, svaraði hann. Bið þú
fyrir mér — og þér líka. Og
Englandi — veslings Englandi.
Nei, bið þú fyrir mannkyninu —
fyrir hverjum auðnuleysingja,
sem ætlar að sprengja einhvem
í loft upp —■ eða verður sjálfur
sprengdur í loft upp; eða fyrir
þeim, sem verður tættur sundur, -
særist, dmkknar, brennist eða
verður grafinn í þessu stríði.
Bið þú fyrir veslings mannkyn-
inu á villigötum.
Hann flýtti sér út, reiður og
fullur blygðunar yfir því að
hann hafði talað eins og ræðu-
maður. Það var orðið koldimmt,
og hann heyrði þytinn í leður-
blökunum, þegar þær steyptu
sér niður að dyraljóskerinu.
Anganin af grasinu var sterk
og það var mikið döggfall. IJr
f jarska barst stúlkuhlátur. Allt
í einu varð hann gripinn af
ómótstæðilegri þrá eftir Pra-
dence.
Hann gekk eftir veginum í
suðurátt. Hann fór gegnum
borgina og hélt áfram eftir
þjóðbrautinni.
Skammt utan við borgina
kom hann að vegamótum.
Honum fannst hann kannast við
hávaxið beykitré, sem stóð þar
við veginn. Hann starði um
stund á tréð og fór svo allt í
einu .að hlæja. Þetta hefir þú
þá verið að gera, sagði hann við
sjálfan sig, — þú hefir gengið
í hring eins og dýr í villu og ert
kominn á þann stað, þar sem
ferðin hófst. Höfðinn, þar sem