Úrval - 01.12.1946, Side 115
ÞETTA VARÐAR MESTU
113
framan hana. Hann hafði horft
á hana sitja þarna klukkustund-
um saman.
Hún leit á armbandsúrið. Það
var bjánalegt að sitja þarna og
látast sem tíminn liði ekki.
— Ég hefi farið á mis við —.
Hún tók töskuna sína og gekk
burt.
Roger Cathaway gekk hratt
að biðstofudyrunum og opnaði
hurðina.
— Prue, sagði hann. —
Hjúkrunarkonan sagði mér, að
þú værir komin . . .
Honum gat í rauninni aldrei
skilizt, að dóttir hans væri orðin
fullvaxta mær — honum fannst
hún alltaf litla telpan með löngu
flétturnar, sem hafði setið í
bílnum hans þegar hann fór í
sjúkravitjanir.
— Komdu inn í helgidóminn,
hélt hann áfram; hvað kemur
til að þú ert á ferðinni?
Þegar hann lokaði dyrunum,
leit hann á hana.
— Þú ert þreytuleg.
Hún brosti dauflega.
— Ég svaf ekkert í nótt.
— Þá ert bezt að senda þig
heim að sofa. Hvað hefirðu
langt leyfi ?
— Ég hefi ekkert leyfi.
Hann gekk til hennar og
spurði: — Hvað er að?
Hún laut höfði.
— Prue, þú veizt að hingað
kemur fjöldi fólks og borgar
mikið fé. Stundum eru það upp-
skurðir — en oftast er ekkert
að; lækningin er fólgin í sam-
tali. Og hvaða gagn væri í mér,
ef ég gæti ekki hjálpað dóttur
minni . . .
Hann sneri sér í stólnum og
klappaði á vinstri öxl sína.
— Þetta er hin opinbera grát-
öxl mín, sagði hann. Nokkur
þúsund rnanneskjur hafa grátið
á þessari öxl. En þessi . . .
Ilún sá granna fingur hans
snerta hægri öxlina.
— Þetta er einkaöxlin — fyr-
ir f jölskylduna . . .
Hún settist eins og barn á
hné hans og hallaði sér upp að
honum.
— Það er kynlegt, sagði
hann, og það var eins og rödd
hans væri langt í burtu. Mér
finnst þú alltaf vera Iítil telpa
með langar fléttur.
— Það er ég ekki, sagði hún.
— Ég er talsvert þyngri en ég
var . . .
Hún hallaði sér upp að hon-
um grafkyrr.
— Pabbi.
— Já.
— Hefir nokkur rétt til að
íþyngja. öðrum með áhyggjum
sínum?
— Þú hefir rétt til að íþyugja
foreldrum þínum —.
— Ég hefi verið í leyfi, sagði
hún snögglega, og rödd henn-
ar var hljómlaus. Ég var með
hermanni. í gær hringdi hann
til mín og bað mig að koma til
London — við ætluðum að gifta
okkur. En — hann var ekki á
stöðinni. Ég gekk um göturnar